Þegar ég er að læra þá reynist mér oft erfitt að hafa hugann á réttum stað, allskonar hlutir þjóta í gegn sem oftar en ekki tengjast námsefninu ekki neitt. Til dæmis var ég að lesa pistilinn hennar Sigurrósar (www.rosidjusi.blogspot.com) og þá fór ég að hugsa um ef ég ætti samkynhneigða vinkonu, hvernig myndi ég bregðast við? Ég vil meina að ég sé mjög opin og langt frá því að vera fordómafull í garð samkynhneigðra en samt held ég að ég myndi fá smá sjokk, er ég þá ekki fordómafull?
Svo er annað, ég var á einum umræðuvef á netinu áðan, ég held að ég þurfi ekkert að nefna hann neitt sérstaklega :) Alla vega, þar var verið að ræða ýmislegt og til dæmis var ein stelpan að segja frá því hvernig hún stóð upp í hárinu á læknum á LSH eftir að hún komst að því að hún var ólétt, eftir bullandi neyslu. Læknarnir vildu að hún færi í fóstureyðingu og að minnsta kosti annar vildi að hún myndi láta klemma fyrir. Mér er spurn, kona sem misnotaði hefur vímuefni á meðgöngu á hún rétt á því að taka sjálfstæða ákvörðun um að fá að ganga fulla meðgöngu með barnið og ala það upp? Hver getur sett sig í þann stól að banna nokkri manneskju að eiga barn? En hver getur boðið barni að koma í heiminn, ef til vill illa farið af neyslu móðurinnar? Mér persónulega finnst ansi hart að bjóða barn velkomið í heiminn eftir að hafa eitrað fyrir því í móðurkviði með hættulegum efnum. Konur, líkt og þessi sem ég vitnaði til, eru þær að þjóna eigin hagsmunum með því að fæða barnið eða hvað er málið? Ég kemst ekki til botns í þessu.
Stopp, ritgerðin verður ekki til af sjálfu sér! Back to the books!