þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Stóra systir gengin út!

Maja mín og Beggi komu öllum- að flestum- á óvart á laugardaginn þegar Maja bauð fullt af fólki í þrítugsafmælið sitt sem endaði svo í brúðkaupi! Salurinn var æði, Erla og Íris skreyttu hann þvílíkt flott, ég hefði aldrei trúað því hann gæti orðið svona flottur. Maja var stórglæsileg að vanda og Beggi líka. Við byrjuðum öll daginn í greiðslu og fíneríi og svo leið tíminn og allt í einu var kominn tími á að gefa saman fólkið. Fæstir vissu nokkuð og því kom það fólki mjög á óvart þegar Maja og Beggi gengu inn í salinn hönd í hönd, Maja með slör og brúðarmarsinn spilaður. Rosalega flott. Frábært kvöld.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

35 dagar og 30 ár

Vá hvað ég hlakka til... eftir 35 daga lendi ég ásamt skottunni minni, mömmu og Sigga á Tenerife Sur flugvellinum. Það var svo gott að koma út af flugvellinum í fyrra, komið kvöld en 19 stiga hiti. Mig hlakkar svo að hafa það kósý og slappa af... --- Ég er sko búin að ákveða hvað ég ætla að gera þarna úti.. ég ætla að fara á Tuscany og fá mér að borða, ég ætla í báða dýragarðana, apagarðinn, cameldýragarðinn, verslunarferðina, vatnsrennibrautagarðinn og njóta þess að hafa það gott. Sem sagt ég ætla að slappa af :) --- En í dag er stór dagur! Stóra systa hún Maja mín er þrítug. Hún ætlar að halda upp á það næsta laugardag með heljarinnar veislu- litla systa fer í greiðslu og alles. Við höfum alltaf verið mjög nánar systur þó að samkomulagið hafi ekki alltaf verið uppá það besta.. gelgjan var stundum pínu erfið :) --- En það er pottþétt að ég á margt henni Maju minni að þakka, og Begga mínum líka. Maja tók mig upp sinn arm og aðstoðaði mömmu með mig þegar ég var lítil skotta, hún vakti heilu næturnar þegar ég hrædd við einhver hljóð. Hún sagði mér að jólasveinninn væri ekki til þegar kominn var tími til að fullorðnast. Hún vaskaði alltaf upp þótt ég ætti að gera það. Hún keyrði mig í skólann og leyfði mér að reykja í bílnum þegar hún var komin með bílpróf. Hún reddaði mér þrisvar sinnum vinnu, fyrst á Vestra, svo á Sólbaðstofunni og svo í IKEA. Hún leyfði mér að kúra upp í hjá sér og Begga þegar ég hafði misstigið mig aðeins um of í miðbænum eitt kvöldið. Hún tók dóttir minni sem sinni eigin strax frá upphafi. Hún og Beggi hafa hjálpað okkur Maríu meira heldur en nokkurn gæti grunað og svo margt margt fleira... --- Það er nokkuð ljóst að án systu hefði ég nú ekki orðið sú sem ég er :) Lov u og takk fyrir allt saman

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Bissý læf

Það er svo mikið eitthvað að gera núna, misskemmtilegt. Rannsókin mín er náttla úber skemmtileg :) Hún tekur mikinn tíma, oft virðist sem ekkert gerist á þessum mikla tíma nema símareikningurinn hækkar þar sem ég þarf mikið að hringja vegna viðmælenda minna. Ef þú þekkir einhvern sem hefur verið í sérskóla fyrir nemendur með hegðunarvandamál eða eitthvað slíkt og vímuefnaneysla er ekki hans aðalvandamál og hann er á aldrinum 14-17 ára endilega hafðu samband við mig aya@hi.is Mig vantar viðmælendur!!! --- Annars fór ég á námskeið um daginn hjá Kirsten Stalker sem er einna fremst á sviði rannsókna með börnum og unglingum. Okkur í rannsóknarhópnum var boðið að koma, frábært námskeið. Ég lærði ekkert smá mikið á þessum stutta tíma, brilliant námskeið. Svo er líka bara svo gaman að hitta fólk sem er að pæla í því sama og maður sjálfur. Endalaust gaman! --- Í næstu viku er fundur hjá fötlunarfræðinni með Tom Shakespeare, hann er áhrifamikill Leedsari. Mikill talsmaður félagslega líkansins um fötlun, ég hlakka til að hitta kauða og sjá hvernig nafnið sem maður les svo oft lítur út. Það er svo gaman að vera í fötlunarfræðinni núna, það er svo mikill kraftur í öllu og svo skemmtilegt fólk sem maður er að vinna með. Endalaust gaman! --- Skottan mín er á fullu á sundnámskeiði, hún og Tryggvi fara saman og foreldrarnir sitja að snakki frammi. Í dag ákváðum við Hildur þó að breyta út af vananum, við skelltum okkur í pottinn á meðan gormarnir æfu sundtökin með kút og kork. Það var ekki nema -6°C úti... ótrúlega þægilegt að kúra sig ofan í heitan pottinn, ekki eins þægilegt samt að fara uppúr. En endlaust gott að vera í hitanum ofan í. --- Það er svo margt skemmtilegt á döfinni hjá minni. Laugardagurinn er bókaður í skemmilegheit, stóra systa á afmæli í næstu viku og verður hvorki meira né minna en þrítug. Helgan mín á líka afmæli í næstu viku, hún verður 25. Maja pæja heldur upp á afmælið á laugardaginn næsta, allur dagurinn er bókaður í punt og dúllerí :) 3. des æltum við mæðgur að bregða okkur í menningarferð í Borgarleikhúsið og sjá hana Ronju. Ég sá Ronju fyrst í bíó á Akureyri þegar ég var 3-4 ára, ég man mjög lítið eftir því nema hvað það var mikill reykingamökkur inn í salnum. Svo ætlum við Valla að fara með skotturnar okkar í Borgarfjörðinn 8-10.des og hlaða batteríin. Ég hlakka svo til, dúllast í jóladóti, borða góðan mat og vera í góðum félagsskap. Svo eru bara jólin.. og Tenerife :) Endalaus skemmtun! --- En svo er líka sumt minna skemmtilegt í gangi, nenni ekki að tala um það.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Skemmtun eða keppni?

Ég horfði á Kastljósið áðan eins og ég geri oft með öðru auganu. Nema hvað, umræðan nú var um fimleikaþjálfun. Nemar úr HR voru að fylgjast með fimleikaþjálfun 8 ára stelpna í Björkinni, þeim blöskraði svo þjálfunaraðferðirnar sem þar áttu sér stað að þeir ákváðu að fara með málið í fjölmiðla. -- Ég get alveg viðurkennt það að ég er ekki hlutlaus þegar kemur að fimleikaþjálfun, það sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina hefur fengið mann til að efast um gildi þeirrar íþróttar fyrir börn. María hefur oft beðið um að fá að fara í fimleika, ég hef alltaf sagt nei eða dregið úr því og sagt henni að við skoðum það seinna. Ég þori ekki að taka sénsinn á því. Í Kastljósinu áðan fékk ég enn frekari staðfestingu á því að þetta sé ekki íþrótt sem hún muni æfa. -- Yfirþjálfar fimleikafélagsins kom í viðtal, hún hefði betur sleppt því ef hún hefði viljað að málið kæmi vel út fyrir félagið. Hún gat illa svarað fyrir sig, sagði stelpurnar sækja í athygli með því að gráta yfir teygjum og að nauðsynlegt væri að slá á stelpurnar til að þær þekktu rétta vöðvahópa og stæðu rétt. Er þá ekki nauðsynlegt að slá á hendurnar á börnum í leikskóla? Flestir uppeldisfræðingar eru sammála um að slíkt er ekki rétt aðferð til að ná árangri. Nautahægðir segi ég nú bara. -- Af hverju geta börn ekki verið í íþróttum af því það er hollt líkamlega, andlega og félagslega? Síðan hvenær áttu börn ekki að skemmta sér í íþróttum? Síðan hvenær er sársauki birtingarmynd athygli?