fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Bissý læf

Það er svo mikið eitthvað að gera núna, misskemmtilegt. Rannsókin mín er náttla úber skemmtileg :) Hún tekur mikinn tíma, oft virðist sem ekkert gerist á þessum mikla tíma nema símareikningurinn hækkar þar sem ég þarf mikið að hringja vegna viðmælenda minna. Ef þú þekkir einhvern sem hefur verið í sérskóla fyrir nemendur með hegðunarvandamál eða eitthvað slíkt og vímuefnaneysla er ekki hans aðalvandamál og hann er á aldrinum 14-17 ára endilega hafðu samband við mig aya@hi.is Mig vantar viðmælendur!!! --- Annars fór ég á námskeið um daginn hjá Kirsten Stalker sem er einna fremst á sviði rannsókna með börnum og unglingum. Okkur í rannsóknarhópnum var boðið að koma, frábært námskeið. Ég lærði ekkert smá mikið á þessum stutta tíma, brilliant námskeið. Svo er líka bara svo gaman að hitta fólk sem er að pæla í því sama og maður sjálfur. Endalaust gaman! --- Í næstu viku er fundur hjá fötlunarfræðinni með Tom Shakespeare, hann er áhrifamikill Leedsari. Mikill talsmaður félagslega líkansins um fötlun, ég hlakka til að hitta kauða og sjá hvernig nafnið sem maður les svo oft lítur út. Það er svo gaman að vera í fötlunarfræðinni núna, það er svo mikill kraftur í öllu og svo skemmtilegt fólk sem maður er að vinna með. Endalaust gaman! --- Skottan mín er á fullu á sundnámskeiði, hún og Tryggvi fara saman og foreldrarnir sitja að snakki frammi. Í dag ákváðum við Hildur þó að breyta út af vananum, við skelltum okkur í pottinn á meðan gormarnir æfu sundtökin með kút og kork. Það var ekki nema -6°C úti... ótrúlega þægilegt að kúra sig ofan í heitan pottinn, ekki eins þægilegt samt að fara uppúr. En endlaust gott að vera í hitanum ofan í. --- Það er svo margt skemmtilegt á döfinni hjá minni. Laugardagurinn er bókaður í skemmilegheit, stóra systa á afmæli í næstu viku og verður hvorki meira né minna en þrítug. Helgan mín á líka afmæli í næstu viku, hún verður 25. Maja pæja heldur upp á afmælið á laugardaginn næsta, allur dagurinn er bókaður í punt og dúllerí :) 3. des æltum við mæðgur að bregða okkur í menningarferð í Borgarleikhúsið og sjá hana Ronju. Ég sá Ronju fyrst í bíó á Akureyri þegar ég var 3-4 ára, ég man mjög lítið eftir því nema hvað það var mikill reykingamökkur inn í salnum. Svo ætlum við Valla að fara með skotturnar okkar í Borgarfjörðinn 8-10.des og hlaða batteríin. Ég hlakka svo til, dúllast í jóladóti, borða góðan mat og vera í góðum félagsskap. Svo eru bara jólin.. og Tenerife :) Endalaus skemmtun! --- En svo er líka sumt minna skemmtilegt í gangi, nenni ekki að tala um það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott blogg :) Maður á að njóta þess jákvæða í lífinu en ekki láta leiðindin draga sig niður.

Nafnlaus sagði...

Já margt skemmtilegt á seyði :) ég hlakka endalaust til 10. desember, er reyndar farin að krossa fingurna vegna veðurs, í gær var 17° frost á Akureyri brrrrrrr og endalaus snjór.

baráttukveðjur dúllan mín ;)