þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Stóra systir gengin út!

Maja mín og Beggi komu öllum- að flestum- á óvart á laugardaginn þegar Maja bauð fullt af fólki í þrítugsafmælið sitt sem endaði svo í brúðkaupi! Salurinn var æði, Erla og Íris skreyttu hann þvílíkt flott, ég hefði aldrei trúað því hann gæti orðið svona flottur. Maja var stórglæsileg að vanda og Beggi líka. Við byrjuðum öll daginn í greiðslu og fíneríi og svo leið tíminn og allt í einu var kominn tími á að gefa saman fólkið. Fæstir vissu nokkuð og því kom það fólki mjög á óvart þegar Maja og Beggi gengu inn í salinn hönd í hönd, Maja með slör og brúðarmarsinn spilaður. Rosalega flott. Frábært kvöld.

2 ummæli:

Helga Björg sagði...

Til hamingju með systir - þetta hefur verið alveg æðislegt kvöld! :)
Vává....

Nafnlaus sagði...

Geðveikt baaaaaara geðveikt :)