þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Das Framtíð

Framtíðin er alveg svakalega mikið að brjótast um í mér núna. Ég er eiginlega komin með óeðlilega mikla leið á skólanum :( ég geri allt með hálfri hendi og þarf að berja mig áfram til að gera hlutina. Ég veit að þetta gengur ekki ef ég ætla að ná einhverjum árangri í þessu blessaða námi.
---
Svo að ég er búin að ákveða... ég ætla að minnka við mig í skólann, taka kannski bara 10 einingar á vorönninni og finna mér skemmtilega vinnu með þar sem námið mitt nýtist mér. Ég var jafnvel að hugsa um stuðningsfulltrúa í grunn- eða framhaldskóla en ég veit ekki, við komum ekki heim fyrr en 12.janúar og þá eru náttla allir skólar byrjaðir. Svo langar mig svo bara beint á toppinn... alltaf sama græðgin í mér :)
---
Núna er bara að klára þessa önn og svo njóta lífsins á Tenerife yfir jól og áramót. Af því ég er búin að vera svo löt þá er nú margt sem ég á eftir að gera áður en ég fer í prófin... 3 verkefni og yfirferð á verkefnum.
---
Alla vega þangað til, lifið heil

laugardagur, nóvember 19, 2005

Blessaða 7an...

7 hlutir sem heilla
  1. Nám í útlöndum
  2. Einbýlishús á Ægissíðu eða í Faxaskjóli
  3. MA gráða
  4. Frami í pólitík
  5. Jafnrétti
  6. Ferðast
  7. Sviss Mokka

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég gef upp andann

  1. Mennta mig í útlöndum
  2. Fá MA gráðu
  3. Ferðast
  4. Stuðla að jafnrétti
  5. Koma dóttir minni vel til manns
  6. Skrá mig í Vinstri Græna
  7. Eignast fallegt heimili í vesturbænum

7 hlutir sem ég get gert í dag

  1. Menntað mig meira
  2. Stuðlað að jafnrétti
  3. Undirbúið framtíð dóttir minnar
  4. Skráð mig í Vinstri græna
  5. Fengið mér Sviss Mokka
  6. Ferðast
  7. Lært að verða húsmóðir

7 hlutir sem ég get ekki

  1. Pissað standandi
  2. Keypt mér einbýlishús á Ægissíðu eða við Faxaskjól
  3. Bakað köku án uppskriftar
  4. Séð án gleraugna
  5. Saumað
  6. Skipt um gírkassa
  7. Drukkið Tequila

Stal þessu frá henni Möggu, fannst þetta svakalega sniðugt :)

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ertu skrítin?

You Are 40% Weird
Normal enough to know that you're weird... But too damn weird to do anything about it!

Smá eðlishyggja

Your Brain is 46.67% Female, 53.33% Male
Your brain is a healthy mix of male and female You are both sensitive and savvy Rational and reasonable, you tend to keep level headed But you also tend to wear your heart on your sleeve
What Gender Is Your Brain?

Eitt og annað

  • Silvía Nótt fékk tvenn verðlaun á Eddunni. Hvað er að koma fyrir þessa þjóð? Eins og ég hef áður sagt þá fíla ég hana engan veginn.

  • Björn Bjarnason, aka Bjössi Bush, var með fyrirlestur á málþingi uppeldis- og menntunarfræðiskorar í gær. Kappinn kom alveg ágætlega fyrir, ég var alla vega sátt við hann þegar ég gekk út. Hann talaði mikið um nýtt form á úrræðum vegna afbrota unglinga, hann kallaði það sáttaumleitan. Mér leist vel á...

  • Á fyrirlestri Bjössa kom fyrirspurn sem gerði mig reiða, mjög reiða reyndar. Strákur spurði hann sem kirkjumálaráðherra hvað honum findist um "innprentun" kristinna gilda í æsku landsins með æskulýðsstarfi kirkjunnar, KFUM og K og þá sérstaklega hvítasunnusöfnuðinn, sjálfum fannst honum það mjög slæmt. Hann tengdi það við umræðu síðustu missera um áhrif auglýsinga á börn og vildi sjá sambærilega umræðu um þessa meintu "innprentun". Bjössi svaraði mjög vel fyrir sig og sagðist vera talsmaður trúfrelsis og tæki ekki afstöðu til ákveðinna trúarhópa. Þvílíkir fordómar í stráksa!! Hann gerði sér sennilega ekki grein fyrir því til dæmis hvítasunnusöfnuðurinn hefði hjálpað mörgum krökkum í neyslu á beinu brautina.

  • María fer í sunnudagaskóla hjá Neskirkju. Mér finnst hún ekkert hafa nema gott af því, þar á sér ekki stað neitt öfgatrúboð eins og stráksi virtist vilja halda fram. Þvert á móti er börnunum kennt hvað væntumþykja er, fyrirgefning, kærleikur og svo framvegis. Þeim er líka kennt það að þau hafa ekki stjórn á öllu, heldur sé einhver annar sem ákveði það. Annar kostur sem ég sé líka er að í kirkjunni má sjá ágætis þverskurð af samfélaginu, alla vega hér í vesturbænum. Í sunnudagaskólanum er fólk af mörgum kynþáttum, fatlað, ófatlað, strákar og stelpur.

  • Það verður nóg að gera hjá mér fram að Tenerife. Bara 3 ritgerðir, 1 fyrirlestur, 1 ritdómur og svo heimapróf í 9 daga. Í næstu viku á ég jafnframt að hvísltúlka fyrirlestur um landsátak Ástralíu um seinfæra foreldra fyrir 4 einstaklinga sem ekki skilja ensku. Svo er yfirferð einhverra verkefna líka eftir...

  • Ég er búin að kaupa 3 jólagjafir, verð að klára þetta í næstu viku og fara að senda til útlanda.

  • María fer í myndatöku á laugardaginn, ég verð að panta jólakort um leið og ég fæ myndirnar.

Nóg að gera....

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Silvía nótt

Sorry en ég þoli ekki fimmtudaga kl. 22 á Skjá einum. Ég þoli ekki Silvíu Nótt. Húmor mæ es, ég er greininlega algjör þurrkvunta en ég sé engan húmor í þessu bara pjúra hálfvitaskap. Okei, smá djók í góðra vina hópi en heill sjónvarpsþáttur og heil sería. Ég er bara orðlaus, svo er þetta tilnefnt til Edduverðlaunanna???