þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Komin tími á blogg?
Mikið svakalega er ég léleg í þessu, sennilega er ég bara of upptekin við unglingauppeldið! Já, skottan mín er sko orðin unglingur. Gelgjustælarnir alveg að toppa allt. Please er mjög algengt orð á mínu heimili þessa dagana, þó svo hún viðurkenni fúslega að hún viti ekki hvað það þýðir... og svo náttla Silvía Nótt- jeminn hvað ég þoli hana ekki og svo syngur hún dóttir mín blessaða lagið hennar daginn út og daginn inn. Samt svolítið krúttlegt, viðurkenni það alveg.
---
Ég lét loksins verða af því að panta mér flug til Völlu, ég fer í höfuðstað norðursins eftir 3 vikur. Það er þá í fyrsta skipti sem ég verð yfir nótt á Akureyri síðan ég fór á Halló Akureyri ´96... kominn tími til eða hvað? Það var reyndar ekki vandræðalaust að panta flugið. Ég bókaði þetta fína flug í gærkvöldi fyrir okkur Maríu. Sátt við það, nema hvað að ég rak augun í það að ég bókaði fyrir okkur heim á mánudegi í staðinn fyrir á sunnudegi. Hélt það væri nú lítið mál að laga það. Ekki svo einfalt.
---
Ég hringdi starx í morgun og sagði frá mistökum mínum. Ég fékk skýr svör, ég átti að afbóka miðann fyrir okkur báðar- fá inneign hjá FÍ- og bóka annað flug á netinu og eiga inneignina áfram hjá FÍ... hana er ekki hægt að nota þegar bóka á flug á netinu. Ég var ekki alveg sátt við það enda langt frá því að vera fastagestur í Fokker 50.
---
Ég hringdi því í kallinn, alveg gjörsamlega að missa mig úr pirringi enda ansi snemma dags. Hann hringir í mig, þá var ekkert mál að breyta miðanum þegar hann hringdi! Ég átti að fá miðann sendan á maili svo ég fylgdist samviskusamlega með því. Svo kom miðinn, ég ákvað að renna aðeins yfir hann. Allt í góðu, við áttum báðar far norður 10.mars, ég heim 12.mars en María 19.febrúar Á SÍÐASTA SUNNUDAG. Eins og gefur að skilja var það ekki að virka en að lokum fengum við sæti í sömu vél heim.
---
En svo er ég búin að versla mér búning fyrir grímuballið í Hlégarði um þar næstu helgi. Ég ákvað að snúa vörn í sókn... segi ekki meir. Búningurinn er svartur og hvítur, svaka flottur.
föstudagur, febrúar 10, 2006
Helgan klukkaði mig :)
Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:
Vestri Grill- það var góður tími
Snæland video- yfirleitt líka góður tími
Sólbaðstofan- gat aldrei hætt alveg...
Félagsvísindadeild- bara nýbyrjuð þar
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
La Bamba- sá hana um daginn, vá hvað hún er sæt
Stella í Orlofi- bara alltaf fyndin
og svo bara er ég týnd...
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Blönduós- æskustöðvarnar
Mosó- þar sem gelgjan náði toppnum
Keflavík- þar sem mótþróinn fór á fullt
Reykjavík- þar sem ég varð fullorðin
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Survior- aldrei myndi ég samt nenna þessu lífi
CSI- Hugsa alltaf til Alex hennar Hildar þegar ég sé þessa stafi
Law&Order: SVU- ótrúlegt hvað heimurinn getur verið grimmur
Bachelor- Ameríski draumurinn í hnotskurn
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Færeyjar- ótrúlega sjarmerandi land
Osló- þar var sko gaman :)
Tenerife- mjög þægilegur og góður tími
Flórída- old days
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður)
hi.is- allt í sambandi við skólann
barnaland.is- slúður dauðans
mbl.is- bara svona til að vera með á nótunum
einkabanki.is- maður verður að vita eitthvað um þetta batterí
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Hamborgarhryggur- besti matur í heimi
Saltkjöt og baunir- bregst aldrei
Kjötsúpa- jeminn hvað ég er sveitó
Kjúllinn hans Óla sem ég fékk hjá Völlu- ég fæ vatn í munninn
Fjórar bækur sem ég glugga í:
Öldin okkar- ótrúlega spennó stundum
Útkallsbækurnar- besta svefnmeðalið
Dagbókin mín- annars man ég ekkert
Minningabókin hennar Maríu- gaman að lesa um "litla" barnið
Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
Santigao- langar svo að heimsækja Sunnefu
Akureyri- skulda Völlu alltaf heimsókn
San Fransisco- eitthvað draumkennd borg?
Tenerife- jólin voru svo næs
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
HildurSpildurHallaSmalla
VallaTralla
ErnaFerna
BirtaSpirta
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)