fimmtudagur, júlí 05, 2007

Ofurbloggarinn!

Það er naumast hvað ég er aktívur bloggari! Við mæðgur skelltum okkur í vikufrí í sumarbústað með Maju, Önnu Maríu og Ottó Má í lok júní. Við nutum þess í botn að hafa það kósý og að lifa letilífi. Mamma var hjá okkur tvær nætur og Valla og Rannveig komu þrjár nætur. Takk fyrir komuna :) --- María fór í útilegu með pabba sínum svo ég var barnlaus alla helgina og að sjálfsögðu nýtti ég mér það í botn. Ég var á hinu heimilinu mínu í Hafnarfirði fram á kvöld á föstudeginum, skellti mér svo til Guðrúnar enn seinna um kvöldið og var frameftir. Við Guðrún rifum okkur svo á bæjarrölt og kíktum á útsölurnar á laugardeginum. Um kvöldið skelltum við okkur í afmæli hjá vinum Guðrúnar á Dillon. Kvöldið er eitt stórt "blast from the past", ótrúlega skemmtilegt kvöld. --- Sunnudeginum eyddum við Guðrún í garðinum á Hressó með sólina, teppi og gashitara til að hafa það kósý. Svo á mánudaginn byrjaði vinnuvikan aftur eftir fríið, sólin hefur soðið mig nokkuð vel í gegnum gluggann- kaffið helst meira að segja heitt lengi! Ég var ekkert smá ánægð þegar ég sá að sólin skein ennþá í dag þegar ég fór af skrifstofunni um eittleytið í dag. Ég elska sólina! --- Ein vika eftir í vinnu og svo aftur frí í tvær vikur! Later