laugardagur, febrúar 23, 2008
Laugardagur með múttu, mataræði, þriðji lyfseðillinn og allt hitt
Eins og alla jafna annan hvern laugardag bíðum við mæðgur spenntar eftir Spaugstofunni og Laugardaglögunum. Sú yngri fylgist vel með öllum lögunum og fær að kjósa uppáhaldslagið sitt. Sú eldri fylgist með og lánar símann fyrir kosninguna. Til að toppa kvöldið reynum við að búa til partýstemmara með nammi til að narta í... ég er óðum að ná upp öllum kílóunum sem ég missti vegna kirtlatökunnar :( Kannski ekki skrítið miðað við mataræðið, ég sukka þvílíkt þessa dagana en ég afsaka það með því að segja mér að það sé svo tómlegt hjá mér núna (ég er svo dugleg að finna afsakanir sem henta hverju sinni)
---
Annars ætlar vesenið út af þessum blessuðu hálskirtlum engan endi að taka. Ég fór í aðgerðina 18.des, 5. janúar kom í ljós að ég var komin með sýkingu í sárið og í gær kom í ljós að ég er komin með sýkingu í bragðlaukana svo að ég fór og leysti út þriðja lyfseðilinn vegna þessarar blessuðu aðgerðar.
---
En að öllu alvarlegri málum, takk fyrir öll kommentin við síðustu færslu. Ég vona að þetta sé loksins að komast í réttan farveg. Þið sem standið mér næst fáið að frétta af því, mér finnst algjör óþarfi að fara út í smáatriði hér á netinu - ég þurfti bara rétt að pústa um daginn.
mánudagur, febrúar 18, 2008
Hvers á maður að gjalda!
Ohhh ég er svo reið og pirruð núna. Fyrir tveimur vikum fékk ég að vita að dóttir mín fengi að finna verulega að finna fyrir því að vera hún. Bekkjarbróðir hennar leggur það í vana sinn að hrækja á hana, sparka í hana og kalla hana öllum illum nöfnum. Frá því ég fékk að vita þetta hef ég spurt hana daglega hvort eitthvað hafi gerst í skólanum þann daginn, í viku gerðist ekkert og ég var mjög ánægð. Ég hélt að aðgerðir mínar hefðu jafnvel skilað árangri en svo var ekki....
---
Í dag þegar við vorum að borða spurði hún mig hvort hún þyrfti nokkuð að fara í skólann. Það hefur gerst frekar oft undanfarið að hún vill ekki fara í skólann sem er í raun skiljanlegt miðað við það sem hefur gengið á. Núna áðan þegar ég var að lesa fyrir hana sagði hún mér allt í einu upp úr þurru að hann hefði tekið hana hálstaki og slegið hana utan undir í frímínútum í dag!
---
Hvað á maður að gera í svona málum? Ég er bara ráðalaus. Ég get ekki hætt að vinna og vaktað fjárans drenginn en ég vildi óska að svo væri, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég stæði hann að verki. Ég er bara svo reið, ég er reið út í strákinn, ég er reið út í foreldra hans, ég er reið út skólann og ég er bara reið. Hún er bara 6 ára og vill ekki fara í skólann!
Kaffistofan í vinnunni...
How is America now? uhhh only 339 days left of Bush, but I mean who´s counting?
What about Hillary, what happened to her? uhhh Clinton ...
Kannski var þetta svona "þarft að vera þarna" en mér fannst þetta óstjórnlega fyndið.
föstudagur, febrúar 08, 2008
Löngu komin heim, brúnkan öll að fara og vinnan komin á fullt.... Tenerife var æði, bara yndislegur tími með yndislegasta fólkinu mínu. Án gríns þá held ég að þetta hafi verið besta ferðin okkur þangað. Við lágum í sólbaði, borðuðum, borðuðum, lágum í sólbaði, sátum í sólbaði, versluðum og skoðuðum dýr og landslag. Hótelið var frábært - kakkalakka og mauraárásir náðu ekki að skemma neitt fyrir :)
---
Síðan við komum heim hef ég mest verið í vinnunni - kemur á óvart? Það eru miklar breytingar í vændum og brautskráning á næsta leyti svo það er yfirdrifið nóg að gera á þeim bænum. Guðrún og Gunni buðu okkur á sleða um síðustu helgi svo við skelltum okkur þangað í skítakulda en skemmtum okkur alveg frábærlega. Ég held ég hafi aldrei verið eins vel klædd enda fann ég ekki fyrir kuldanum nema í andlitinu þegar við fórum á móti vindi. Veðrið var eins og best verður á kosið, heiðskírt og sól með smá golu.
---
Næst á dagskrá hjá mér er að dempa mér í ritgerðina og fá styrki til að klára hana. Ég er svo hrædd við þennan pappír eitthvað núna, ég er svo hrædd um að hún verði hökkuð í spað að ég þori varla að klára hana. En ég verð...
---
Annars er hún elskulega dóttir mín alveg að brillera þessa dagana, hún var hjá pabba sínum um síðustu helgi og bað hann um að útvega sér bjöllu svo hún gæti hringt þegar hana vantaði þjónustu frá honum - hún vill fá service! En svo þegar barnið var búið að rústa íbúðinni hjá gamla og átti að ganga frá þá stóð ekki á svari... hún býr ekki þarna og þá þarf hún ekki að taka til :) Við fórum með hana í síðustu viku í myndatöku hjá Gamanmyndum og hún gjörsamlega átti staðinn, þvílíku pósurnar hjá barninu. Myndirnar fara í póst á morgun svo þær ættu að koma í hús eftir helgi - ég get ekki beðið eftir því að sjá þær.
---
Eníveis, tilgangslaust blogg en ég er á lífi!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)