Temmilega langt síðan síðast.. bloggandinn hefur bara ekki komið yfir mig í langan langan tíma - kannski bara af því að sunnudagskvöldin eru yfirleitt bókuð í eitthvað annað :)
---
Einhvern veginn hefur tíminn staðið í stað undanfarna mánuði, mér finnst eins og janúar hafi verið í síðustu viku og svo langt í að að ég sé að fara að flytja aftur. Það hefur mikið gerst á þessum mánuðum, ég hef þurft að endurskoða ýmislegt og breyta ýmsu - það var bankað á öxlina á mér og samstarfsfélagi minn benti mér réttilega á að sumt væri verðmætt - annað dýrmætt og það ætti maður að passa. En það er að koma sumar eða er komið sumar. Tjaldvagninn er kominn heim og útilegutærnar mínar eru að komast í stuð. Mig langar að vera í útilegum í allt sumar - mig vantar bara útilegufélaga, endilega bjóðið ykkur fram :)
---
Svo er Annan mín að flytja norður, ég get í hjartans eigingirni sagt án þess að blikka að mig langar ekkert að hún flytji - en það er bara eigingirni sem ég verð að eiga við mig :) Ég á eftir að sakna hennar alltof mikið - Valla og Anna báðar á Akureyri.. spurning um að skella sér bara líka? Það verða pottþétt nokkrar Akureyrarferðirnar í sumar, ein fótboltaferð, ein ferð í brúðkaup og svo vonandi bústaður og bara heimsóknir...
---
Það er komið samt svona eirðarleysi í mig, mig langar að setjast upp í bílinn og keyra af stað, bara eitthvert - kaupa ís og halda svo áfram. Stoppa einhvers staðar og fara sund. Fara svo heim, grilla og sötra hvítvín. Mig langar að stökkva á ferð til útlanda - ég býð spennt eftir því að vinna í lottói, þrátt fyrir að taka ekki þátt þá finnst mér alveg komin tími á að vinna.