- Silvía Nótt fékk tvenn verðlaun á Eddunni. Hvað er að koma fyrir þessa þjóð? Eins og ég hef áður sagt þá fíla ég hana engan veginn.
- Björn Bjarnason, aka Bjössi Bush, var með fyrirlestur á málþingi uppeldis- og menntunarfræðiskorar í gær. Kappinn kom alveg ágætlega fyrir, ég var alla vega sátt við hann þegar ég gekk út. Hann talaði mikið um nýtt form á úrræðum vegna afbrota unglinga, hann kallaði það sáttaumleitan. Mér leist vel á...
- Á fyrirlestri Bjössa kom fyrirspurn sem gerði mig reiða, mjög reiða reyndar. Strákur spurði hann sem kirkjumálaráðherra hvað honum findist um "innprentun" kristinna gilda í æsku landsins með æskulýðsstarfi kirkjunnar, KFUM og K og þá sérstaklega hvítasunnusöfnuðinn, sjálfum fannst honum það mjög slæmt. Hann tengdi það við umræðu síðustu missera um áhrif auglýsinga á börn og vildi sjá sambærilega umræðu um þessa meintu "innprentun". Bjössi svaraði mjög vel fyrir sig og sagðist vera talsmaður trúfrelsis og tæki ekki afstöðu til ákveðinna trúarhópa. Þvílíkir fordómar í stráksa!! Hann gerði sér sennilega ekki grein fyrir því til dæmis hvítasunnusöfnuðurinn hefði hjálpað mörgum krökkum í neyslu á beinu brautina.
- María fer í sunnudagaskóla hjá Neskirkju. Mér finnst hún ekkert hafa nema gott af því, þar á sér ekki stað neitt öfgatrúboð eins og stráksi virtist vilja halda fram. Þvert á móti er börnunum kennt hvað væntumþykja er, fyrirgefning, kærleikur og svo framvegis. Þeim er líka kennt það að þau hafa ekki stjórn á öllu, heldur sé einhver annar sem ákveði það. Annar kostur sem ég sé líka er að í kirkjunni má sjá ágætis þverskurð af samfélaginu, alla vega hér í vesturbænum. Í sunnudagaskólanum er fólk af mörgum kynþáttum, fatlað, ófatlað, strákar og stelpur.
- Það verður nóg að gera hjá mér fram að Tenerife. Bara 3 ritgerðir, 1 fyrirlestur, 1 ritdómur og svo heimapróf í 9 daga. Í næstu viku á ég jafnframt að hvísltúlka fyrirlestur um landsátak Ástralíu um seinfæra foreldra fyrir 4 einstaklinga sem ekki skilja ensku. Svo er yfirferð einhverra verkefna líka eftir...
- Ég er búin að kaupa 3 jólagjafir, verð að klára þetta í næstu viku og fara að senda til útlanda.
- María fer í myndatöku á laugardaginn, ég verð að panta jólakort um leið og ég fæ myndirnar.
Nóg að gera....
1 ummæli:
já mér finnst nú ekki það sama að hinir ýmsu söfnuðir úti um allt land haldi uppi æskulýðsstarfi, sem er frjáls aðild að, það er allt annað en t.d. skyldu kristinfræði fyrir alla nemendur grunnskóla. Ég get vel skilið þá gagnrýni. En við getum ekki bannað t.d. hvítasunnusöfnuðinum (eða hverjum öðrum, ef út í það er farið) að halda uppi því starfi sem hann vill.
Silvía er æði en tvö verðlaun á Eddunni, segja mér að Eddan sé ekki þess sk. Hámenningarverðlaun sem fólk vill trúa. Æðislega góða skemmtun í úglandinu og gangi þér vel með öll þessi verkefni!
Skrifa ummæli