fimmtudagur, desember 08, 2005
Jákvæðnin í fyrirrúmi
Ég fór til tannsa í gær, ótrúlega skemmtileg heimsókn :) Ég fór í skoðun fyrir mánuði síðan, að deyja úr stressi vægast sagt. Elsku tannsinn vissi að ég væri skíthrædd við hans starfsstétt og gerði hvað hún gat til að róa mig niður á meðan hún skoðaði og tók myndir... Alla vega hún sagði ekkert vit í því að vera svona hrædd við þessa blessuðu tannlækna og bauð mér meðferð við því :) Ég er orðin 24 ára og hef alla tíð verið skíthrædd við þessar elskur en aldrei fyrr hefur neinn tannsi boðist markvisst að taka á þessu hjá mér. Þá vissi ég að ég væri komin á góðan stað....
---
Í gær fór ég svo í fyrsta viðgerðartímann, ég tók eina róandi af læknisráði áður en ég lagði af stað. Nonni kom og sótti mig því ég mátti/gat ekki keyrt... hann varð að leiða mig niður stigann og hjálpa mér svo inn til tannsa, ég var alveg út úr kortinu! Anna tannsi hló bara að mér og hófst handa, hún dró úr mér endajaxl og gerði við eina tönn... allt á sama klukkutímanum og það kom ekki svo mikið sem einn svitadropi eða smá skjalfti
---
Nonni sótti mig svo og ég fór í skólann... alla vega fór líkaminn þangað. Ég var alveg out það sem eftir var af deginum en ég var samt mjög sátt við tannsann minn, hlakka bara til að fara á morgun :) Ekki það að pillan hafi verið svona góð, ég gæti aldrei verið fíkill á róandi. Mér finnst það alla vega ekki spennandi að vera svona sambandslaus :)
---
Alla vega þá mæli ég hiklaust með henni Önnu Stefáns fyrir svona hræðslupúka eins og mig. Hún er fimmti tannlæknirinn sem ég fer til og sá fyrsti sem tekur hræðsluna mína eitthvað alvarlega. Vonandi gengur þetta svona vel áfram...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hei ég verð að fá númerið hjá þessum tannlækni, mínar tannlæknasögur slá held ég allt út!!
Svakalegur hræðslupúki.........
hehehe go girl :)
Anna Tannsi... 5646131
Ánægð með þig :)
Þarsem ég var pínd af tannlæknum frá 10 - 13 ára aldri (tannréttingar) þá hræðist ég þá ekki neitt. Er meira að segja svo þrjósk að ég neita að fá deyfingu þegar það á að bora!! Sé oft eftir því svona eftir á að hyggja!
En já ótrúlegt hvað róandi getur gert mikla lukku!
Skrifa ummæli