þriðjudagur, janúar 24, 2006

Jæja, koma svo

  1. Hver ert þú?
  2. Erum við vinir?
  3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
  4. Ertu hrifin/nn af mér?
  5. Langar þig að kyssa mig?
  6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
  7. Lýstu mér í einu orði.
  8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
  9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
  10. Hvað minnir þig á mig?
  11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
  12. Hversu vel þekkiru mig?
  13. Hvenær sástu mig síðast?
  14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
  15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

1. Ég er ungfrú skipulögð
2. Jamm ég myndi halda það
3. Við hittumst fyrst á kynningarfundi fyrir uppeldis- og menntunarfræðinema í Árnagarði í september 2003. Reydnar sá ég þig fyrst þá en svo hittumst við næsta dag í tíma, en kannski hittumst við þannig sé beint fyrir utan Háskólabíó þegar ég var að tala við Kollu
4. Já ég er sko hrifin af þér, enda væri ég ekki að sækjast eftir vinskap ef svo væri ekki!
5. Nei ekkert sérstaklega sko! En ef þú heimtar ;)
6. Verð að gefa þér gælunafnið "skvísa" núna, bæði af því að það rímar við nafn þitt og svo ertu svo assgoti mikil skvísa þessa dagana, með gullið, í leðrinu og nýjum fötum!
7. Klár
8. Mér leist vel á þig, fannst þú frökk og var smá "hrædd" við þig en fílaði það samt!
9. UUU, jájá, mér finnst þú ennþá frökk og hreinskilin en ég er ekki hrædd við það lengur! Vegna þess að ég þekki þig.
10. Swiss Mocca, en þú sem slík minnir mig samt frekar á einhvern kvenskörunginn síðan in the old days.
11. Lítil og notaleg risíbúð í Vestubænum.
12. Ég held að ég þekki þig vel, vil samt ekkert fara nánar út í það hér!
13. Í gær í skólanum, um sirka 15.40.
14. Nei, ég held að ég segji þér flest allt sem mig langi að segja þér. Allavega svona á endanum.
15. Já kannski bara!

Nafnlaus sagði...

1.Hver ert þú? Sunnefa
2.Erum við vinir? Já, og mjög góðir vinir myndi ég segja þó að við hittumst ekki jafn oft og áður..
3.Hvenær hittumst við fyrst og hvernig? Hittumst fyrst á skólasetningunni í Varmárskóla.. Báðar nýjar að norðan og í alveg eins mussum (við vorum svoooo töff!!!)
4.Ertu hrifin/nn af mér? Hef alltaf verið mjög hrifin af þér og kraftinum (og kjaftinum.. hehe) í þér
5.Langar þig að kyssa mig? Langar að kyssa þig og knúsaaaa
6.Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. Mér finnst Dísa Skvísa passa mjög vel við þar sem þú ert svoddan svaka skvísa..
7.Lýstu mér í einu orði. Klároghugrökkoghreinskilinogvirkilegurvinur
8.Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? Mér fannst þú hafa rosalega góðan smekk og man hvað mér fannst þú ógeðslega sæt og var pínku hrædd um að þú myndir ræna allri athygli hins kynsins.. :)
9.Lýst þér ennþá þannig á mig? Mér finnst þú ennþá hafa rosalegan góðan smekk og mér finnst þú miklu sætari en þegar ég fyrst sá þig.. Þú ert ein af þessum "hlutum" sem bara batnar með árunum!
10.Hvað minnir þig á mig? gvöööð, það er svo margt.. Hunts Spaghetti með tómatsósu, Nágrannar, hvít moonbooths, winston, hamborgarahryggur, stór brjóst (hehe brjáluð öfund útí þig hér áður fyrr :) Reykjalundur, Westri Grill, pizza67 með öllu, hvít föt.. æi það er svoooo margt!!
11.Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? Jafnrétti, vísakort með óendalega heimild og sem þarf aldrei að borga af.. vinnukonu :)
12.Hversu vel þekkiru mig? Ég þekki þig og þína sögu mjög vel..
13.Hvenær sástu mig síðast? Rétt áður en ég fór út þann 14. sept..
14.Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? Ég held að ég hafi alltaf verið hreinskilin við þig.. Ekkert sem ég man allavega þannig að það getur ekki hafa verið alvarlegt
15.Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? Búin..


Vildi bara svona bara rétt bæta því við að það er 37 stiga hiti hér í Santiago.. Shit hvað það er heitt.. þá er bara ekkert annað að gera en að hanga í sundlauginni... ohhhhh... svo erfitt líf!!! :):)
love u

Nafnlaus sagði...

sex on the beach og fullnæging minna líka BARA á þig!!! (úfff hvað þetta gæti misskilist.. hehe)

Nafnlaus sagði...

1.Hver ert þú? Helga felga heiti ég
2.Erum við vinir? Já við erum vinkonur
3.Hvenær hittumst við fyrst og hvernig? Hittumst fyrst í Borgarholtsskóla. Þú settist við hliðina á mér og baðst um blað og penna minnir mig líka.
4.Ertu hrifin/nn af mér? Mér þykir afskaplega vænt um þig Dísa skvísan mín.
5.Langar þig að kyssa mig? Hef sko oft kysst þig.
6.Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. Bara Dísa skvís - á vel við skvísu eins og þig.
7.Lýstu mér í einu orði. Það er ekki hægt... dugleg, metnaðargjörn, skemmtileg og bara frábær! Get ekki sagt bara eitt...
8.Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? Mjög vel - höfum allavega verið bestu vinkonur síðan. Alltaf talað um samlokurnar Helgu og Ásdísi.. c",)
9.Lýst þér ennþá þannig á mig? Já. Þú ert yndisleg í alla staði og hvetur mann til að gera það sem langar að gera, alltaf gott að tala við þig og já ert bara frábær.
10.Hvað minnir þig á mig? Peugot 205... ;) helst árg 88-89. Við spólandi um bílastæðin í Grafarvoginum.... jeijei..
11.Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? úff... bara allt sem þig myndi langa í! :)
12.Hversu vel þekkiru mig? Ég þekki þig frekar mikið vel - hittumst reyndar ekki svo mikið núna en við ætlum að bæta úr því er það ekki???
13.Hvenær sástu mig síðast? Held svei mér þá að ég hafi hitt þig síðast þegar þú útskrifaðist.
14.Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? Nei það held ég ekki - það var venjulega allt látið flakka!
14.Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? Já hendi þessu inn hjá mér!

Ásdís Ýr sagði...

Þvílíkt egóbúst! Takk stelpur mínar

Nafnlaus sagði...

1. Hæ hæ ég er VallaTralla
2. Já :)
3. Hmm minnir að ég hafi í fyrsta sinn talað við þig þegar þú varst að flytja inn á Hjónagarða :)
4. Já auðvitað :)
5. kyssogknús, jája
6. Dísa Skvíza af því að þú ert skvísa og það rímar :) Annars líka ungfrúin sem fylgist vel með öllu (skvo á jákvæðan hátt!)
7. ákveðinntöffarisemlæturekkivaðayfirsigogmeðsterkaréttlætiskenndogyndislegvinkona (eitt orð..)
8. Bara mjög vel, held samt að ég hafi haldið að við myndum aldrei kynnast! (Sveitalúði vs. kúl skvíza!)
9. He he nei engan vegin
10. Kaffihús. Sígó. Padeia. Kúrekastígvél, Betty súttlaðikaka
11. Sumarbústað. Og ég myndi auðvitað vera fastagestur :)
12. Ég held að ég þekki þig bara mjög vel!
13. Allt of langt síðan! Sama dag og ég flutti norður. Miðjan ágúst
14. Nei það held ég ekki. Og þá hefur það ekki verið neitt merkilegt.
15. Sé til...

Nafnlaus sagði...

Hver ert þú? Ég er Guðrún
Erum við vinir? Já voða góðir vinir
Hvenær hittumst við fyrst og hvernig? Hittumst örugglega í kringum 13 ára aldurinn, held það hafi verið við sjoppuna frægu :)
Ertu hrifin/nn af mér? Voða hrifin
Langar þig að kyssa mig? Hef oft kysst þig!
Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. Mér finnst Dísa skvísa bara passa best, bæði því það rímar og svo því þú ert bara skvísa!
Lýstu mér í einu orði. Ákveðin
Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? Svakaleg skvísa!
Lýst þér ennþá þannig á mig? ójá
Hvað minnir þig á mig? ji það er svo margt... Gaggó árin okkar góðu, jólin heima hjá mér þegar þú bjóst í Keflavík (varst reyndar meira í Þverholtinu hjá mér þá), grísasteikurnar góðu, köbenferðin í fyrra, græni kjóllinn (oj!), vestri grill auðvitað þar sem þú kenndir mér að elda og svo blár camel lights!
Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? Stórt einbýlishús í vesturbænum!
Hversu vel þekkiru mig? Held að ég þekki þig nokkuð vel :)
Hvenær sástu mig síðast? Bara í gær!
Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? Nei ég held að ég segi þér nú bara nánast allt!
Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? Já er þaggi bara :)

Nafnlaus sagði...

1.Hver ert þú?
ÉG ER KALLINN.

2.Erum við vinir?
JÁ, OFTAST (EF ÉG ER TIL FRIÐS).

3.Hvenær hittumst við fyrst og hvernig? Í SEPT. 2000 ÉG SÁ ÞIG!!!

4.Ertu hrifin/nn af mér? ELSKA ÞIG.

5.Langar þig að kyssa mig? Á HVERJUM DEGI.

6.Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. MY LOVE (ÞARF EKKI ÚTSKÝRINGU).

7.Lýstu mér í einu orði.YNDISLEGUST.

8.Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? KOLFÉLL FYRIR ÞÉR.

9.Lýst þér ennþá þannig á mig? BETUR, ÉG ÞEKKI ÞIG.

10.Hvað minnir þig á mig? LÍFIÐ.

11.Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? HVAÐ SEM ER.

12.Hversu vel þekkiru mig? BETUR Á HVERJUM DEGI.

13.Hvenær sástu mig síðast? ÁÐAN.

14.Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? JÁ, EN ÞAÐ KEMUR OFTAST.

15.Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? ÆI, ÉG ER ORÐINN SVO GAMALL.