sunnudagur, janúar 15, 2006
Komin heim í kuldann
Jæja, þá er ég komin heim í kuldann. Það er nú voðalega ljúft að koma heim en ég sakna sólarinnar samt alveg viðbjóðslega mikið. Það er svo ljúft að vera bara í pilsi og bol alla daga, sofa eins og maður getur og borða það sem maður vill... allt bara af því það er sól :)
----
Annars er allt komið á fullt hjá mér núna, ég átti eftir að klára verkefni hjá Hönnu Björgu sem ég er búin að vera að fara yfir frá því ég kom heim. Kemur reyndar ekki að sök því mér finnst það bara gaman, svo var ég búin að ráða mig í vinnu með skólanum en svo var ég að fá annað atvinnutilboð sem er mjög spennandi. Það er samt ekki orðið fast ennþá en mig langar alveg geðveikt í það. Ég held að það verði bara alveg brjálað að gera þessa önn... eins og það sé eitthvað nýtt en ég ætlaði mér nú að hafa það rólegt núna. Ég er bara í 10 einingum, að vinna hjá Hönnu Björgu að rannsókn með henni og svo vinnan.. ef hún gengur eftir þá er hún 3 morgna í viku. En til að fá einhver námslán held ég að verði að vera með 12 einingar svo að ég verð að redda því einhvern veginn. Veit einhver um svoleiðis námskeið, það þarf helst að tengjast skóla án aðgreiningar, mannréttindum, fötlunarfræði eða einhverju slíku???
---
Svo skilst mér að það sé reunion hjá Gaggó Mos í mars... jeminn ég verð að ná bumbunni fyrir þann tíma eða klæða mig bara upp sem fíl. Komm on þetta á nú að vera grímuball svo það er alveg hægt! Ég er samt ekkert súperspent fyrir því að djamma í Mosó... það var rosalega gaman stundum að vera unglingur þarna en eftir á að hyggja var það líka mjög slæmur tími. Sjálfsvirðing og metnaður var eitthvað sem ég þekkti ekki þegar ég bjó þarna, og svo virðist vera að ákveðnir bæjarbúar haldi að ég hafi ekki enn kynnst þessum hugtökum og þaðan af síður lært að lifa eftir þeim. Batnandi mönnnum/konum er best að lifa! Ég verð nú samt að viðurkenna að ég verð allt önnur manneskja þegar ég kem inn fyrir þessi blessuðu bæjarmörk... ég meina til dæmis þá er ég ómáluð alla daga í skólanum og í miðbæ Reykjavíkur en ég og Hildur fórum á KFC í Mosó um daginn... ég var ómáluð og mér fannst það þvílíkt óþægilegt. Ég veit ég er rugluð en ég er samt viðkvæm fyrir smjattinu þarna....
----
En var ég búin að segja ykkur að mig langar að flytja? Ég er að kafna heima hjá mér og langar í stærri íbúð, með stærri stofu og auka herbergi. Sérhæð í vesturbænum væri draumur, eða kannski Þingholtunum eða bara Nesið.... en fyrst verður maður víst fyrst að borga jólin, þau voru aðeins í dýrari kantinum þetta árið :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
hey skvísi, varð að koma því að hér að í MA náminu er nóg að vera með 10 ein til að ná að fá námslánina, þ.e. 75% lán. Ég tékkaði á því núna um daginn eftir að ég réð mig í 2 daga í viku vinnu....
Mosó-staðurinn þar sem maður verður frægur fyrir allt sem maður vill EKKI vera frægur fyrir! Ekki uppáhaldsstaðurinn minn í heiminum allavega.. Það er samt alltaf gaman að fara á reunion.. Gaman að hafa grímuball því þá geta allir þóst vera einhverjir aðrir en þeir eru.. og þeir sem að enda með (eða byrja með) að gera skandala, þekkjast ekki!! ..hehe.. Þú mátt alveg fara sem ÉG ef þú vilt :)
Þú ert svo sæt Ásdís mín, hvort sem þú ert máluð eður ei:):)
Og varðandi Þingholtin, láttu bara Nonna vinna meira :):)
Takk Erla mín :) Ég er svo klikkuð að ég tími ekki að láta Nonna vinna meira... þá er ég svo mikið ein og get ekkert gert :( nenni ekki svoleiðis...
Elskan þetta er vont en venst hihihihhihi
Spurðu bara systu
Mig langar ekki að venjast í því
Skrifa ummæli