þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Komin tími á blogg?
Mikið svakalega er ég léleg í þessu, sennilega er ég bara of upptekin við unglingauppeldið! Já, skottan mín er sko orðin unglingur. Gelgjustælarnir alveg að toppa allt. Please er mjög algengt orð á mínu heimili þessa dagana, þó svo hún viðurkenni fúslega að hún viti ekki hvað það þýðir... og svo náttla Silvía Nótt- jeminn hvað ég þoli hana ekki og svo syngur hún dóttir mín blessaða lagið hennar daginn út og daginn inn. Samt svolítið krúttlegt, viðurkenni það alveg.
---
Ég lét loksins verða af því að panta mér flug til Völlu, ég fer í höfuðstað norðursins eftir 3 vikur. Það er þá í fyrsta skipti sem ég verð yfir nótt á Akureyri síðan ég fór á Halló Akureyri ´96... kominn tími til eða hvað? Það var reyndar ekki vandræðalaust að panta flugið. Ég bókaði þetta fína flug í gærkvöldi fyrir okkur Maríu. Sátt við það, nema hvað að ég rak augun í það að ég bókaði fyrir okkur heim á mánudegi í staðinn fyrir á sunnudegi. Hélt það væri nú lítið mál að laga það. Ekki svo einfalt.
---
Ég hringdi starx í morgun og sagði frá mistökum mínum. Ég fékk skýr svör, ég átti að afbóka miðann fyrir okkur báðar- fá inneign hjá FÍ- og bóka annað flug á netinu og eiga inneignina áfram hjá FÍ... hana er ekki hægt að nota þegar bóka á flug á netinu. Ég var ekki alveg sátt við það enda langt frá því að vera fastagestur í Fokker 50.
---
Ég hringdi því í kallinn, alveg gjörsamlega að missa mig úr pirringi enda ansi snemma dags. Hann hringir í mig, þá var ekkert mál að breyta miðanum þegar hann hringdi! Ég átti að fá miðann sendan á maili svo ég fylgdist samviskusamlega með því. Svo kom miðinn, ég ákvað að renna aðeins yfir hann. Allt í góðu, við áttum báðar far norður 10.mars, ég heim 12.mars en María 19.febrúar Á SÍÐASTA SUNNUDAG. Eins og gefur að skilja var það ekki að virka en að lokum fengum við sæti í sömu vél heim.
---
En svo er ég búin að versla mér búning fyrir grímuballið í Hlégarði um þar næstu helgi. Ég ákvað að snúa vörn í sókn... segi ekki meir. Búningurinn er svartur og hvítur, svaka flottur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
ohhh hvað ég hlakka til að fá ykkur :) það verður æði pæði!
Ég veit eiginlega ekki hvor er spenntari.. stóra eða litla "barnið"
Hvað er málið með að það er allt annað "attitjúd" ef að karlmenn hringja!
Góða skemmtun á Akureyri...
oh, ég er svo forvitin... hvað ætlarðu að vera á grímuballinu???? Snúa vörn í sókn... tell me tell me...
Sko, einu sinni var Ásdís lítil ómerkileg drusla en nú er hún kona á framabraut sem breytti um lífstíl og varð NUNNA
ég sé að þú ert búin að henda tölvunni þinni í ruslið...
En það væri samt gaman ef, þú kemst einhversstaðar í láns-tölvu, að heyra einhverjar fréttir af þér!!
...ekkert eitthvað mikið neitt.. bara svona hæ eða eitthvað!!
Svo vildi ég bara óska þér innilega til hamingju með SIGURINN!!!!!! Þú ert hetjan mín!!! Held ég þekki ekki aðra manneksju sem að hefði kjark í það sem þú gerðir!!!!!!! hehehehehehe.. love u miss u
Skrifa ummæli