þriðjudagur, mars 28, 2006
Miklar breytingar
Þá sit ég ein heima með skottunni minni, fyrsta kvöldið mitt sem einstæð móðir. Einstök móðir, er það ekki betra hugtak? Ég er langt frá því að standa ein. Ég á frábæra fjölskyldu, einstaka mömmu og einstaka systir. Samt skrítið að mitt barn sé að upplifa svipaða hluti og ég sem barn, ég get þó alla vega nýtt mér mína reynslu og unnið svolítið út frá henni. Skrítin tilfinning og ég get ekki sofið, hugurinn á mér er fleygiferð eins og rússíbani. María segir lítið um þetta en aktar út, ég þarf bara að reyna að tækla það eins og ég get. Litla auðvelda barnið er orðið þvílíkt fyrirferðarmikið. Að sjálfsögðu er þetta erfitt fyrir hana og hvernig í ósköpunum skilur maður heiminn þegar maður er bara 4 ára? Ég held að hún viti bara ekki alveg hvernig hún á að vera greyið. Vonandi lagast þetta.
---
Við erum búin að gera plan yfir það hvenær Nonni sækir hana á leikskólann, fer með hana og eyðir deginum með henni. Henni finnst það mjög spennandi, hann bjó til dagatal með litum svo hún gæti séð hvaða dagur væri hvað. Hún merkir svo við hvaða dagar eru búnir, hún meira að segja náði sér í kennaratyggjó og notaði það til að festa penna á dagatalið sitt. Við ræddum mikið um það áðan hvað við ættum að gefa pabba að borða þegar hann kæmi í mat og svoleiðis. Hana langar að fá eitthvað nýtt sem hún á og getur sýnt honum- litla krúttið mitt.
---
Það styttist í að við fáum stærri íbúð, ég er búin að lofa Maríu að hún fái stóra herbergið og ég litla. Ég ætla að reyna að gera fínt fyrir okkur og við komum til með að búa hérna 2 ár í viðbót býst ég við, skottan fer þá í Melaskóla. Það væri draumur að geta búið hér í vesturbænum alltaf :) Ég þekki bæjarhlutann nokkuð vel, þó ég hafi aldrei fundið Vesturbæjarlaugina en aðra staði veit ég um. Kannski breytist þessi vesturbæjarást þegar ég fer á vinnumarkaðinn, veit ekki.
---
Annars er framtíðin það sem ég ætla að einbeita mér að núna, ég ætla að taka mig algjörlega í gegn. Byrja á sálartetrinu og svo fá umbúðirnar face lift :) Ég var að fá vinnutilboð sem mér líst mjög vel á, ég ætla að kíkja á þetta betur en ég sé ekki hvað ætti að standa á móti því að ég tæki þessa vinnu. Þetta er hlutastarf sem hentar mér mjög vel þar sem ég er enn í skólanum og öðru hlutastarfi.
fimmtudagur, mars 09, 2006
Alltaf brjálað að gera
Sunnefa kallaði á fréttir... Ég fór á Reunion síðasta laugardag og hef sjaldan skemmt mér eins vel. Ég dressaði mig upp í nunnubúning og rauðar netasokkabuxur og til að toppa dressið setti ég skilti aftan á mig sem stóð: Nýr lífsstíll! Sló í gegn og ég fékk verðlaun fyrir stykkið. Svanþór gaf verðlaunin- mér fannst það frekar fyndið. Elín hafði einhverjar áhyggjur af vinkonunni í lok kvöldsins svo hún dró mig heim til sín, þar kúrði ég á dýnu í sjónvarpsholinu/eldhúsinu. Ég var víst á leiðinni í partý og Elín barðist við Halla Valla og ég fór með henni. Ferlega kósý. Sunnudagurinn var mjög erfiður.
----
Ég er búin að vera að vinna alla vikuna, rosalega fínt. Það versta er að þegar ég er að vinna nenni ég lítið að læra- það er svo þægilegt að vera búin í vinnunni og vera bara búin. Núna er brjálað að gera vegna umsókna um framhaldsnám, ég held að ég sé loksins farin að kunna þetta utanað. Reyndar er ég líka komin með bakteríuna. Mig langar að sækja um náms- og starfsráðgjöf. Mig langar að klára bæði MA í uppeldis- og menntunarfræði og Dipl. í náms- og starfsráðgjöf en samt ekki.
---
Við mæðgur erum að fara í ferðlag um helgina, við erum að fara í höfuðstað norðursins- rétt hjá kúrekanum. Ég hlakka ótrúlega til að knúsa hana Völlu mína og spjalla um allt og ekkert. María er líka mjög spennt enda segir hún að Rannveig sé sko besta vinkona sín. Helgin verður án efa frábær.
---
Ég er eitthvað svo andlaus núna að ég kem engu frá mér, segi ykkur betri fréttir þegar ég kem aftur í hámenninguna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)