þriðjudagur, mars 28, 2006

Miklar breytingar

Þá sit ég ein heima með skottunni minni, fyrsta kvöldið mitt sem einstæð móðir. Einstök móðir, er það ekki betra hugtak? Ég er langt frá því að standa ein. Ég á frábæra fjölskyldu, einstaka mömmu og einstaka systir. Samt skrítið að mitt barn sé að upplifa svipaða hluti og ég sem barn, ég get þó alla vega nýtt mér mína reynslu og unnið svolítið út frá henni. Skrítin tilfinning og ég get ekki sofið, hugurinn á mér er fleygiferð eins og rússíbani. María segir lítið um þetta en aktar út, ég þarf bara að reyna að tækla það eins og ég get. Litla auðvelda barnið er orðið þvílíkt fyrirferðarmikið. Að sjálfsögðu er þetta erfitt fyrir hana og hvernig í ósköpunum skilur maður heiminn þegar maður er bara 4 ára? Ég held að hún viti bara ekki alveg hvernig hún á að vera greyið. Vonandi lagast þetta. --- Við erum búin að gera plan yfir það hvenær Nonni sækir hana á leikskólann, fer með hana og eyðir deginum með henni. Henni finnst það mjög spennandi, hann bjó til dagatal með litum svo hún gæti séð hvaða dagur væri hvað. Hún merkir svo við hvaða dagar eru búnir, hún meira að segja náði sér í kennaratyggjó og notaði það til að festa penna á dagatalið sitt. Við ræddum mikið um það áðan hvað við ættum að gefa pabba að borða þegar hann kæmi í mat og svoleiðis. Hana langar að fá eitthvað nýtt sem hún á og getur sýnt honum- litla krúttið mitt. --- Það styttist í að við fáum stærri íbúð, ég er búin að lofa Maríu að hún fái stóra herbergið og ég litla. Ég ætla að reyna að gera fínt fyrir okkur og við komum til með að búa hérna 2 ár í viðbót býst ég við, skottan fer þá í Melaskóla. Það væri draumur að geta búið hér í vesturbænum alltaf :) Ég þekki bæjarhlutann nokkuð vel, þó ég hafi aldrei fundið Vesturbæjarlaugina en aðra staði veit ég um. Kannski breytist þessi vesturbæjarást þegar ég fer á vinnumarkaðinn, veit ekki. --- Annars er framtíðin það sem ég ætla að einbeita mér að núna, ég ætla að taka mig algjörlega í gegn. Byrja á sálartetrinu og svo fá umbúðirnar face lift :) Ég var að fá vinnutilboð sem mér líst mjög vel á, ég ætla að kíkja á þetta betur en ég sé ekki hvað ætti að standa á móti því að ég tæki þessa vinnu. Þetta er hlutastarf sem hentar mér mjög vel þar sem ég er enn í skólanum og öðru hlutastarfi.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hrikalega er ég stolt af þér Ásdís. Þú tekur vel á þessu og það er alltaf gott að spjalla um það sem maður er að hugsa. Ég veit þið María eigið eftir að plumma ykkur vel. Hún María Rún er heppin að eiga svona góða foreldra. Og hvað framtíðina varðar.. þá þarft þú nú ekki að hafa áhyggjur af því ásdís, komin með annan fótinn inn á borð hjá háskólarektor :-)

sé þig á eftir
kv. Kolla

Nafnlaus sagði...

Þú ert hetjan mín.. Það eru ekki margir sem hefðu kjark í þetta! Annars er Kolla búin að segja það sem ég hefði viljað segja líka.. Gott að vera hérna heima og getað knúsað þig.. Vona að ég heyri fljótt í þér.. Við erum rétt byrjaðar á spjallinu :)

Love u,
Sunnefa

Ásdís Ýr sagði...

Takk elskurnar mínar :) það er gott að finna að maður hefur stuðning.

Með rektorinn Kolla... þá hefði þetta nú litið brilliant út ef JTJ hefði komist áfram.

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að hitta ykkur mæðgur um páskana :) Þú ert ofsalega dugleg, kjarnakona :)

Nafnlaus sagði...

Stolt af þér Ásdís mín , plumar þig ekkert smá vel og tekur vel á hlutunum. Gott að eiga góða að þegar svona miklar breytingar ganga yfir í lífi manns.
Kveðja, Erna

Nafnlaus sagði...

Eins og ég hef nú sagt við þig áður! Ef það er einhver sem getur þetta þá ert það þú - ert svo dugleg, ákveðin og já bara frábær!!
Þú átt eftir að standa þig eins og hetja - eins og alltaf :)
Ef þú tekur þér eitthvað fyrir hendur þá er það klárað 200% og eins með þetta þá áttu eftir að standa þig 200%!!

Risa knús frá mér... love u! :)

Nafnlaus sagði...

Þú ert með ótrúlega sterk bein og mjög góð fyrirmynd að mínu mati.
Haltu bara þínu striki og þú átt eftir að sigra heiminn eins og þér einni er lagið :-)

Kv, Guðný

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Það er eiginlega búið að segja allt sem ég vildi segja hér á undan, og mikið betur orðað en ég myndi gubba því út úr mér! ;o)
Gangi ykkur mæðgum bara ofsa vel, ég hef engar áhyggjur af ykkur!!

Nafnlaus sagði...

Þú ert rosalega dugleg elsku Ásdís og átt svo góða að, ég hugsa alltaf til þín og María Rún á sko alveg eftir að spjara sig enda heilsteyptur lítill einstaklingur þar á ferð;););)