laugardagur, apríl 22, 2006
Fullkomin eiginkona
Hvernig skal sú kona vera,
sem karli þarf til hæfis að gera.
Hún þarf að vera undurfríð,
og karli ávalt blíð.
Með matinn alltaf á réttum tíma,
og eigi sitja og hanga í síma.
Skyrtan strokin inni í skáp,
og ekkert óþarfa búðarráp.
Að baka konan þarf að kunna,
og haga sér eins og nunna.
Börn skal konan manni sínum ala,
og ekki yfir íþróttum tala.
Karlinum þarf hún sífelt að hæla,
og á kvöldin við hann gæla.
Konan skal halda vextinum fínum,
þó karlinn tapi sínum.
Karlinn á að styðja í framapoti,
og ekki vekja úr fyllerísroti.
Heimilið skal vera strokið og fínt,
svo karlinn geti það öðrum sýnt.
Konan skal kunna að negla og saga,
svo ekki hún þurfi karlinn að plaga.
Garðinn að hreinsa og bílinn að bóna,
og bursta af karlinum skóna.
Svo skal hún vera sæt og fín,
svo karlinum glepjist ekki sýn.
En ef hann rær á önnur mið,
skal konan halda frið.
Þá vitið þið það eflaust nú,
að vandi er að vera frú.
Ég held að það eigi bara ekkert einasta við mig hérna enda á ég ekki kall í dag... ég myndi frekar kalla þetta gólfmóttu en fullkomna eiginkonu, öss öss!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
ööööösssss
karlmenn eru fávitar og ekki minni fáviti sem samdi þessa vísu;);)
Þetta er ég í hnotskurn.....
...sko sem karlmaðurinn.
Ja hérna , hin fullkomna eiginkona á að vera algjör dyramotta. Iss pisss þvílíka vitleysan. Til lykke með nýju íbúðina :) Munar um þessa 13 fermetra!!
kv.Erna
Tiiiiil haaaamginjuuuu með afmææælið elssssku Ásdísssssss mííín (þetta er sko sungið- heyriur það ekki?)
Takk Hildur mín- ég heyri þína fögru tóna....
Skrifa ummæli