fimmtudagur, apríl 20, 2006
Átveisla og færibandavinna
Páskarnir búnir og sumarið komið, jibbý! Við mæðgur höfðum það alveg súpergott um páskana, átum yfir okkur af mat og súkkulaði og sváfum alveg heilan helling. Það er alveg yndislegt að eiga barn sem elskar að sofa út og nennir endalaust að kúra á morgnana. Að vakna snemma heima hjá mér er að vera komin á fætur fyrir 9.00... það gerist mjög sjaldan nema á vinnudögum :)
---
Leikskólafréttir... Menntasvið virðist ekki ætla að standa við að halda fund með foreldrum leikskólans öðru hvoru megin við páska, alla vega hefur ekkert fundarboð borist enn. Ég er alla vega búin að sækja um skólavist fyrir skottuna mína í Landakotsskóla, ég vona bara að hún fái þar inni. Ef við komum til með að búa í vesturbænum næstu 12 árin þá mun hún bara klára skólann þar. Mér finnst það samt svolítið haldhæðnislegt að vinstribelgan og jafnaðarmaðurinn ég sé að setja barnið mitt í einkaskóla.. ef ég gæti beðið þá myndi ég frekar setja hana í Melaskóla en það er víst ekki í boði fyrir 5 ára börn
---
Húsnæðismálin... við María erum að fara að flytja, við fengum úthlutað stærri íbúð og flytjum yfir í tíuna 3. maí. Íbúðin er 13 fm stærri en sú sem við erum í og með aukaherbergi og geymslu inn af eldhúsinu. Eini ókosturinn er að það skín lítil sem engin sól á svalirnar- en ég er nú engin svaka svalamanneskja :)
---
Skólamálin.. nú er tími færibandavinnu, einhvern veginn verður þetta alltaf svona á þessum tíma. Verkefnin verða til á færibandi, hópverkefnið sem ég er í núna er aðeins skárra en það sem við vorum í síðast en samt ekkert ofurskemmtilegt- en skárra... Svo eitt verkefni eftir það sem er nú aðeins skemmtilegra, um ímyndir fatlaðra í prentmiðlum. Svo er prófatíðin, hún verður stutt að þessu sinni sem betur fer. Ég fer í eitt heimapróf, 1.-8.maí. þannig að 8. maí er ég búin í prófum og komin í sumarfrí frá skólanum, alvöru sumarfríið er svo í júlí þegar leikskólann lokar.
---
Þangað til næst, lifið heil eða hálf, hvernig sem ykkur hentar. Ég ætla alla vega að lifa í botn, í heilu lagi :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sæl og blessuð :)
Var einmitt að hugsa til þín daginn, við verðum að fara að hittast fljótlega, ég var að klára prófin og er vonandi komin í frí þangað til ég fer á Bifröst 28. maí.
kv. Kidda
Gaman að sjá þig :) Við höfum þá 20 daga á milli þess sem ég er búin að þangað til þú ferð á Bifröst. Endilega reynum að hittast á þeim tíma.
Það væri alveg frábært Guðrún ef þú hefur tíma :) Því fleiri því betra. Takk æðislega fyrir að hugsa út í þetta...
Skrifa ummæli