þriðjudagur, júní 27, 2006

X- Ásdís listinn

(x) drukkið áfengi ( ) klesst bíl vinar/vinkonu ( ) stolið bíl (foreldranna) (x) verið ástfangin (x) verið sagt upp af kærasta/kærustu ( ) faðmað einhvern ókunnugann- alla vega man ég ekki til þess :) ( ) verið rekin/n (x) lent í slagsmálum ( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum- ég var sko stillt stelpa (x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki ( ) verið handtekin/n ( ) farið á blint stefnumót (x) logið að vini/vinkonu (x) skrópað í skólanum- það þótt töff í gaggó... og svo gat ég ekkert í leikfimi :) ( ) horft á einhvern deyja ( ) farið til Canada ( ) farið til Mexico (x) ferðast í flugvél ( ) kveikt í þér viljandi- ekki alveg... (x) borðað sushi- með Sigga sushi á Flórida ( ) farið á sjóskíði (x) farið á skíði (sem sagt í snjó)- ætlaði aldrei að komast upp með lyftunnu, hætti snemma í skíðabransanum ( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu- er ekki bara stórhættulegt fólk á netinu? (x) farið á tónleika (x) tekið verkjalyf (x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna- skottan mín er allt (x) legið á bakinu úti og horft á skýin (x) búið til snjóengil (x) haldið kaffiboð (x) flogið flugdreka (x) byggt sandkastala (x) hoppað í pollum (x) farið í "tískuleik" (dress up)- meira að segja til á mynd :) (x) hoppað í laufblaðahrúgu (x) rennt þér á sleða (x) grátið svo mikið að þér finnst þú aldrei ætla að hætta (x) svindlað í leik (x) verið einmana (x) sofnað í vinnunni/skólanum- aldrei í vinnunni! ( ) notað falsað skilríki (x) horft á sólarlagið (x) fundið jarðskjálfta ( ) sofið undir berum himni (x) verið kitluð/kitlaður ( ) verið rænd/rændur (x) verið misskilin/n (x) klappað hreindýri/geit/kengúru .. (x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi- það var gult en skýrslan segir rautt- var aldrei sátt við það ( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla (x) lent í bílslysi ( ) verið með spangir/góm- vá hvað mig langaði í svoleiðis, mér fannst beislið hennar Jóhönnu frænku þvílíkt flott (x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni ( ) borðað líter af ís á einu kvöldi (x) fengið deja vu (x) dansað í tunglskininu (x) fundist þú líta vel út (x) verið vitni að glæp- samt engu alvarlegu þannig (x) efast um að hjartað segði þér rétt til (x verið gagntekin/n af post-it miðum- digital post- it er náttla bara snilld ( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni ( ) verið týnd/ur (x) synt í sjónum ( ) fundist þú vera að deyja (x) grátið þig í svefn ( ) farið í löggu og bófa leik (x) litað nýlega með vaxlitum (x) sungið í karaókí- er SingStar ekki nútíma karaókí? (x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki (x) hringt símahrekk (x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér (x) stungið út tungunni til að ná snjókorni (x) dansað í rigningunni (x) skrifað bréf til jólasveinsins ( ) verið kysst/ur undir mistilteini- ég veit ekki einu sinni hvað mistilteinn er? ( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um (x) blásið sápukúlur (x) kveikt bál á ströndinni- kveikti það nú ekki sjálf :) (x) komið óboðinn í partý- var ömurleg partýflenna á gaggóárunum (x) verið beðinn um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðinn í (x) farið á rúlluskauta/línuskauta- slétta stéttin við Reykjalund brást ekki (x) hefur einhver óska þinna ræst ( ) farið í fallhlífastökk- never ever... myndi deyja á leiðinni niður ( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir á þig Er ég lífsreynd??? ekki miðað við þetta..

þriðjudagur, júní 20, 2006

Chile....

Jamms, spádómurinn rættist hjá spákonunni. 10.júlí leggja Nonni og María af stað í langferð norður í land. Þau verða í sumarbústað á Melgerðismelum og Nonni ætlar að taka þátt í golfmóti. Á meðan hann er að keppa fær skottan að vera hjá Völlu- takk elsku Valla mín. Kossar og knús til þín... --- Á meðan þau fara í langferðina sína fer ég í enn lengri ferð... alla leið til Chile. Ég fer af stað héðan að morgni 10.júlí og verð komin til Chile 11.júli. Áætluð heimkoma er svo seint á sunnudagskvöldi 23.júlí. Ég er að farast úr spenningi... Hlakka til að sjá þig Sunnefa mín :)

laugardagur, júní 17, 2006

17.júní.. ein í Odda að vinna :(

Hæ hó jibbí jey það er kominn 17.júní.... Núna sit ég upp á 3. hæð við skrifborðið mitt í Odda að reyna að vinna. Það er ansi erfitt á svona dögum, mig langaði miklu frekar að skottast um í bænum með prinsessunni minni, kaupa sleikjó, candy floss og svoleiðis fjör. En hún er með pabba sínum núna. Reyndar er sennilega mjög gaman hjá henni, þau fóru og sóttu Önnu Maríu og fóru svo öll saman í skrúðgöngu í Hafnarfirði með Ingu og co.
Ég reyni að hugga mig við það að ég fæ góðan tíma með henni í sumarfríinu, reyndar ætla ég að reyna í næstu viku að vinna meira heima á kvöldin og sækja hana þá klukkan 16 í staðinn fyrir 17 á leikskólann. Þá fáum við smá tíma til að gera eitthvað skemmtilegt, ég var að spá í því um daginn að ég hef ekki farið með henni í neinn einasta hjólatúr síðan hún fékk nýja hjólið- við sem vorum alltaf úti að hjóla í fyrrasumar, reyndar held ég að veðrið spili þar inn í líka en tímaleysi líka.
Hún verður komin í sumarfrí eftir 3 vikur, þá fer hún sennilega í viku með pabba sínum í sumarbústað en fyrstu helgina í sumarfríinu ætlar hún að vera með mér í útilegu. Sigrún er að koma heim með strákana og við frænkurnar ætlum að hittast í útilegu allar saman. Um verslunarmannahelgina bíst ég svo við því að fara með hana á Ísafjörð og í einhverja ferð yfir í Jökulfirði þar sem snædd verður kjötsúpa- mamma og Siggi fóru í fyrra og fannst rosalega gaman. Það er líka svo langt síðan ég hef komið á Ísafjörð, keyrði þar í gegn um páskana 2000 í tómu tjóni en ég held að ég hafi ekki komið þangað að neinu viti síðan Jóhanna varð stúdent. Þá keyrði ég vestur með Dóru og Óla í Yarisnum hennar Dóru :)
Iss, það er svo langt síðan ég hef bloggð að ég gleymi að segja ykkur fréttirnar- ég komst inn í diplomanámið í náms-og starfsráðgjöf- námið sem mér og fleirum var svo skemmtilega hafnað inngöngu í fyrra. Þannig að vorið 2009 ætla ég að útskrifast með diploma í náms- og starfsráðgjöf sem veitir mér starfsréttindi á því sviði og með MA gráðu í Fötlunarfræði. MA námið ætla ég reyndar að klára árið áður, en útskrifast úr því saman. Fá smá egobúst að útskrifast með tvær gráður í einu :)
Annars er bara ekkert að frétta þannig séð, ég bíð spennt eftir því að sjá hvort spádómur Spákonunnar rætist- segi ykkur nánar frá því seinna ef það rætist. Á eftir að spjalla við eina góða konu áður... Valla mín, ég hringi þegar þú ert orðin hress eftir stúdentsafmælið! Annars bara over and out

miðvikudagur, júní 14, 2006

Endalaust óheppin

Hvernig er þetta hægt? Föstudagur Bíllinn fær endurskoðun- stýrisendi og einhver blessuð spyrna farin Mánudagur Sef yfir mig í vinnuna á mánudagsmorguninn, vakna kl. 8.50... á að mæta kl. 9.00 Gleymi tölvunni heima og dagbókinni minni en ég þurfti að nota báða hluti í vinnunni kl. 13 Kem með tölvuna í skólann, kveiki á henni og hún deyr Rafhlaðan í tölvunni ónýt og EJS er hætt að selja þær þar sem tölvan er alveg að verða 3ja ára Mæli mér mót við konu kl. 16.30, bíð eftir henni til 16.45 og fer. Missti af skilaboðum um að henni seinkaði Þriðjudagur Fer og kaupi mér nýja tölvu- faxið bilar hjá bankanum þannig að reikningurinn fyrir tölvunni kemst ekki til þeirra Reyni að tengja routerinn við tölvuna en ekkert gengur Miðvikudagur Sef yfir mig í vinnuna, næ samt að mæta á réttum tíma Gengur ekkert að tengja HI póstinn við outlookið í nýju tölvunni- tvö símtöl við notendaþjónustu RHI duga ekki og ég fer á staðinn. Stafarugl hjá mér í outgoing server var málið :) Fer í búð og versla í matinn, daman vildi orafiskibollur. Kem heim og ætla að skella kartöflum í pott- ekki til! Held áfram að tengja routerinn, ekkert gengur. Með einu mjög stuttu símtali er ég látin lesa aftan á routerinn ADSL Modem Router... en ég er ekki með ADSL heldur en einhverja kapaltengingu Hvernig verða næstu dagar?