miðvikudagur, júní 14, 2006
Endalaust óheppin
Hvernig er þetta hægt?
Föstudagur
Bíllinn fær endurskoðun- stýrisendi og einhver blessuð spyrna farin
Mánudagur
Sef yfir mig í vinnuna á mánudagsmorguninn, vakna kl. 8.50... á að mæta kl. 9.00
Gleymi tölvunni heima og dagbókinni minni en ég þurfti að nota báða hluti í vinnunni kl. 13
Kem með tölvuna í skólann, kveiki á henni og hún deyr
Rafhlaðan í tölvunni ónýt og EJS er hætt að selja þær þar sem tölvan er alveg að verða 3ja ára
Mæli mér mót við konu kl. 16.30, bíð eftir henni til 16.45 og fer. Missti af skilaboðum um að henni seinkaði
Þriðjudagur
Fer og kaupi mér nýja tölvu- faxið bilar hjá bankanum þannig að reikningurinn fyrir tölvunni kemst ekki til þeirra
Reyni að tengja routerinn við tölvuna en ekkert gengur
Miðvikudagur
Sef yfir mig í vinnuna, næ samt að mæta á réttum tíma
Gengur ekkert að tengja HI póstinn við outlookið í nýju tölvunni- tvö símtöl við notendaþjónustu RHI duga ekki og ég fer á staðinn. Stafarugl hjá mér í outgoing server var málið :)
Fer í búð og versla í matinn, daman vildi orafiskibollur. Kem heim og ætla að skella kartöflum í pott- ekki til!
Held áfram að tengja routerinn, ekkert gengur. Með einu mjög stuttu símtali er ég látin lesa aftan á routerinn ADSL Modem Router... en ég er ekki með ADSL heldur en einhverja kapaltengingu
Hvernig verða næstu dagar?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Já!! það er ekkert smá!! Hvernig fórstu að þessu Ásdís mín? Ég var eiginlega næstum því farin að gráta í endann :-) Vona að næstu dagar verði pínu skárri...
Til hamingju annars með nýju tölvuna. Treystirðu Dell aftur?
Heyri í þér fljótlega
Takk fyrir það, ég kvaddi EJS og Dell og fékk mér IBM hjá Nýherja- rosa fín tölva.
Við verðum nú að leggjast í símann eitthvert kvöldið við tækifæri :)
OMG segi það sama og Kolla , var næstum farin að gráta ! :)
Vonandi hefur þetta ekki farið versnandi! Til lykke með nýju tölvuna ;)
spáin fyrir næstu daga er mjög góð.. Óheppnin mun skilja við þig í dag föstudag og munt þú eiga yndislega góða helgi.. Frekar rólega en mjög afslappandi og góða.. svo sé ég fyrir mér að á sunnudaginn munt þú fá góðar fréttir, á mánudaginn sé ég svo fyrir mér mjög ánægjulegt símtal til útlanda og svo sé ég útlandaferð, þá bestu sem þú hefur farið, í nánustu framtíð.
Mundu bara að ganga ekki í grænum skóm um helgina og það væri sniðugt að kaupa kartöflupoka til að eiga uppí skáp.. :)
Til hamingju með nýju tölvuna. Þess óskar þín spákona :)
Spákonan: Ég er nokkuð viss um að þessi spádómur rætist :) Hringi í þig á mánudaginn og þú hjálpar með að panta
Erna: Í dag er alla vega allt upp á við eða svoleiðis en bara svona til að bæta við óheppnina þá ...
Bilaði kraninn í sturtunni og kom bara kalt vatn þegar ég ætlaði í sturtu....og gamla tölvan dó aftur og fékk nýja "greiningu"- ekkert að batteríinu heldur var straumbreytirinn dauður. En nýja tölvan virkar fínt :)
Skrifa ummæli