föstudagur, september 22, 2006
Ótrúlega spúkí!
Ég man svo vel eftir því þegar hryðjuverkin voru gerð á tvíburaturnana fyrir 5 árum. Ég lá í sófanum upp í Gullengi með Betty og mjólkurglas, fyrirvaraverkirnir voru komnir til að vera og ekkert í sjónvarpinu nema fréttir :) Mér finnst rosalega gaman af M. Moore og hans pælingum, kaupi þær nú ekki allar en hann er kúl. Einhvern veginn held ég að heimurinn væri öðruvísi í dag ef Al Gore hefði fengið blessaða forsetaembættið eins og hann átti að gera, ég efast um að hann hefði brugðist eins við. Að auki finnst mér Hugo Chavez forseti Venezuela hetja vikurnnar, hann þorði að segja það opinberlega það sem margir hugsa. En ég rakst á þetta á netinu áðan, fannst þetta bara spúkí...
1. Í New York City eru 11 bókstafir
2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir
3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.
4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir
Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:
1. New York er 11. fylkið
2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)
3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 = 11)
4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)
5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)
Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....
1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)
2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)
3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)
4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers. ...
og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:
Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins *
Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:
"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle. The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and while some of the people trembled in despair still more rejoiced: For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."
Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.
Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða?
Prófaður þá eftirfarandi:
* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:
1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.
2. Litaðu Q33 NY
3. Breyttu stafastærðinni í 48
4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1)
ÓGNVEKJANDI!!
fimmtudagur, september 07, 2006
Smala smala smala
Næsta helgi verður tekin rólega, eða svona eins rólega eins og hægt er við að smala heimskum kindum niður í rétt. Við förum norður á morgun eftir vinnu og skóla, ég ætla að stefna að því að komast í Borgarnes í kvöldmat :) Við verðum í sumarbústað á Skagaströnd
Bústaðurinn er rosalega fínn, við vorum líka þarna þegar jarðaförin hennar ömmu var. Lítill og kósý á fallegum stað í bænum
Ég hef tvisvar sinnum á ævinni sleppt því að fara í réttir- í fyrsta skiptið var ég upptekin upp á Kvennadeild LSH að fæða Maríu. Ég man svo vel eftir því þegar ég hringdi, amma svaraði í símann og ég sagði henni að María væri fædd. Seinna skiptið man ég ekki af hverju ég kom ekki- hreinlega man það ekki. En fyrst ég er í svona sveitastuði þá verð ég nú að sýna ykkur mynd af fallegu sveitinni minni, Hallárdalurinn sést svo vel og Halláin sem við fórum nokkrum sinnum útí að vaða við mikla gleði laxveiðimanna. Svo er náttla bærinn okkar, Vindhæli í öllu sínu veldi.
Eigið góða helgi- ég ætla að hafa það næs
mánudagur, september 04, 2006
Hvar er draumurinn????
Ég mætti í vinnuna sönglandi Sálarlög- helgin var æði! Við Hildur fórum út að borða á Hereford á laugardaginn til að halda upp á afmælið hennar á föstudaginn og svo mitt síðasta vor :) Við fengum okkur þríréttaðan veislumat- jeminn hvað kjötið var gott. Sæmi Helgupabbi var þarna líka, ég sá hann en þóttist ekki sjá hann því ég var ekki viss um hvort hann þekkti mig... hef sko ekki hitt manninn í 4 ár held ég. Svo fæ ég sms frá Helgunni- kallinn hafði þekkt mig. Ég stökk þá til og heilsaði upp á kappann, hann var hress að vanda.
---
Við Hildur sátum svo að sumbli á barnum á Hereford og veltum fyrir okkur framhaldi kvöldsins... við tókum ákvörðun um að fara á Sálina í Hlégarði. Við fórum með stelpunum í partý til Davíðs Jóns og djúsuðum aðeins meira þar fyrir ballið. En ballið var æði- mikið sungið, mikið dansað og mikið talað. Bara gaman.
---
Gærdagurinn var svolítið erfiður... eiginleg rosalega erfiður. Ég var að farast úr þvinnku en það reddaðist eins og allt :*)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)