fimmtudagur, september 07, 2006

Smala smala smala

Næsta helgi verður tekin rólega, eða svona eins rólega eins og hægt er við að smala heimskum kindum niður í rétt. Við förum norður á morgun eftir vinnu og skóla, ég ætla að stefna að því að komast í Borgarnes í kvöldmat :) Við verðum í sumarbústað á Skagaströnd Bústaðurinn er rosalega fínn, við vorum líka þarna þegar jarðaförin hennar ömmu var. Lítill og kósý á fallegum stað í bænum Ég hef tvisvar sinnum á ævinni sleppt því að fara í réttir- í fyrsta skiptið var ég upptekin upp á Kvennadeild LSH að fæða Maríu. Ég man svo vel eftir því þegar ég hringdi, amma svaraði í símann og ég sagði henni að María væri fædd. Seinna skiptið man ég ekki af hverju ég kom ekki- hreinlega man það ekki. En fyrst ég er í svona sveitastuði þá verð ég nú að sýna ykkur mynd af fallegu sveitinni minni, Hallárdalurinn sést svo vel og Halláin sem við fórum nokkrum sinnum útí að vaða við mikla gleði laxveiðimanna. Svo er náttla bærinn okkar, Vindhæli í öllu sínu veldi. Eigið góða helgi- ég ætla að hafa það næs

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er að bruna í réttir líka... hlakka ekkert smá til!!! hittumst kannski á morgun og skiptumst á smala-sögum!! Kysstu litlu skottuna mína frá mér og við þurfum að fara að leita að bleikum borða til að pakka mér inn fyrir þann 14 sept :):)

Love u, Sunnefa

Nafnlaus sagði...

Við erum náttúrulega THE smalagells sko! :)
Þetta er ekkert smá gaman - þó veðrið sé glatað þá er stemmingin bara meiri! :) íha...