sunnudagur, október 29, 2006

Ég dó næstum því :)

Rakst á þetta innlegg á tímaþjófnum barnaland.is áðan þeta kom firir mig og kal nýmer 3 en það var han sem prunpaði á mig og ég gubaði á han og han hélt bara áfram og var alveg sama og ég grenjaði bara og han hlæjaði að méro g svo hæti ég með honum því ahn var altaf að prunpa eftir þeta þegar við vorum að geraða því honum fanst það ssvo findið!!!! Ja hérna hér!

miðvikudagur, október 25, 2006

Menningarferð

Í tilefni þess að Helgi útskrifaðist síðasta laugardag með BA próf í uppeldis- og menntunarfræði ákváðum við Hildur og María að gerast menningarlegar og skelltum okkur í bæinn. Takmark okkar var að fara á sem flesta staði í miðbænum.Byrjuðum á Caruso.. Svo var ferðinni heitið á Sólon, myndavélin gleymdist í töskunni en við skelltum okkur á París..svo Deco, svo Victor þar sem við urðum allt í einu minnilhlutahópur, svo Sólón, svo Hverfis og aftur Sólon. Hildi fannst drykkurinn sinni betri í útlöndum... en ég sá hana nú ekki kúgast á þessum Komnar á Deco, þrælfínn staður með góðri Stellu. Rann ljúflega niður Victor, og "helvítis" útlendingurinn að reyna við andskotans Íslendinginn hana Maríu.. ég læra íslenska, ég strákur og þú stelpa :) Flíspeysurnar og vinnujakkarnir urðu nú aldeilis hott þegar við tókum upp glossinn... And we were crazy... Set inn albúm þegar ég nenni, kúltúrkveðja

sunnudagur, október 22, 2006

Nenna óskast!

25 ára einstæð móðir/háskólanemi í Vesturbænum óskar eftir nennu á viðráðanlegu verði. Nennan þarf að gera það að verkum að einstaklingurinn öðlist drifkraft og áhuga á núverandi námi og sinni því af heillindum og alúð. Tekið er á móti umsóknum í athugasemdnum, umsóknir þurfa að uppfylla almenn skilyrði um röklega framsetningu og bera vott um metnað. Með ósk um skjót viðbrögð Ásdís Nennulausa

fimmtudagur, október 19, 2006

Alltaf stuð í Vesturbænum!

Það er svo mikið um djúpar pælingar á blogghringnum mínum að maður getur ekki annað en farið að velta öllu fyrir sér fram og til baka- hentar vel þegar maður getur ekki sofið :) --- Að væla yfir eigin lífi er svo auðvelt þangað til maður áttar sig á því að maður hefur það nú bara asskoti gott miðað við svo marga aðra. Ég er búin að hanga alltof mikið á barnaland.is í kvöld og þar var verið að auglýsa eftir uppskriftum af máltíðum fyrir 100-300 krónur- vona að ég þurfi aldrei að pæla í því að eyða ekki meira en 300 kalli í kvöldmatinn fyrir okkur Maríu. Hvað er að þessu landi þegar fólk þarf að borða fyrir þennan pening, hvernig er næringargildið í þessum mat? --- Svo las ég á bloggi einnar skvísu um að gera upp fortíðina. Öll eigum við einhverja drauga úr den misstóra auðvitað en það virðist oft vera þannig að þeir sem eiga minnstu draugana kvarta hvað mest. Stóru draugarnir eru afgreiddir án þess að kvarta mikið. Fortíðin er það sem mótar nútíðina, án fortíðarinnar værum við ekki þau sem við erum. Fortíðin er liðin og framtíðin bíður, maður verður að leyfa sér að njóta lífsins því einn daginn er það ekki lengur í boði. --- Svo er líka alltaf veikindi barna sem fá á mig, maður kvartar yfir smá flensuskít sem stendur yfir í nokkra daga. Litla frænka mín veiktist um daginn, mér fannst það ekkert smá erfitt að vita ekki hvað væri að. Hugurinn fór að flug og flugið var ekki gott. Þetta voru nokkrir dagar, hvernig fara foreldrar að þegar börnin þeirra liggja mikið veik mánuðum saman, jafnvel árum, hvernig er þetta hægt og halda geðheilsunni á sínum stað. Lífið er flókið

föstudagur, október 13, 2006

Heimilisofbeldi

Undanfarið hefur heimiliofbeldi mikið borið á góma í kringum mig. Skólasystir mín sagði okkur í fyrra frá grófu ofbeldissambandi sem hún var í, maður var bara eiginlega orðlaus. Þvílík mannvonska en ótrúlega sterk stelpa, sá hana einmitt um daginn. Lítur rosalega vel og blómstar alveg. Ástæðan fyrir því að hún sagði okkur hinum frá þessu var umræða í kringum hópverkefni þar sem ein skólasystir okkar lét þau orð falla að hún skildi ekki konur sem létu berja sig trekk í trekk. Það er lætur enginn berja sig, svona tungutak fer í taugarnar mér. Kannski vegna þess að eitt sinn var ég ekkert langt frá því að búa við þessar aðstæður án þess að átta mig á því, en með aðstoð góðra vina og fjölskyldu slapp ég. Allir eru ekki svo heppnir. Helgan mín lét mig aldrei í friði :) og sætti sig ekki við framkomuna sem var á mínu heimili, takk fyrir það Helga mín. Hún var sennilega sú eina sem vissi hvernig málin voru. Fjölskylduna grunaði að ekki væri allt með felldu og þegar ég sagði loks frá tók hún mér með opnum örmum. Ef mamma hefði ekki verið svona ákveðin hefði ég sennilega stokkið til baka á einhverjum tímapunkti... .En ég vil taka það fram að ég er ekki að ræða um Nonna --- Um daginn var ég svo í öðru hópverkefni, þá kom aftur upp umræða um heimilisofbeldi og tók ein sér í munn þetta fræga tungutak.. að láta berja sig! Ég var reið en hélt mér óvenju rólegri. Við ræddum málin, hún var reyndar ein í hópnum á þessari skoðun. Við hinar höfðum kynnt okkur málið betur og vissum sem var að málið var ekki svona einfalt. Hún vildi meina að hér á landi væri allt til alls og kona þyrfti ekki að láta berja sig, hér hefðum við velferðarkerfi sem aðstoðaði konur út úr svona lífi. Því ég ekki sammála þótt staða kvenna í ofbeldissamböndum sé á margan hátt betri hér en í öðrum löndum þá er hún ekki góð, hugtakið fjölskyldutekjur kemur þar inn sem sterkur áhrifavaldur. Hugtak sem Kvennalistinn sálugi vildi afnema úr lögum landsins en það náði ekki fram að ganga. Þetta eina hugtak hefur miklar afleiðingar, sérstaklega í hjónabandi þar sem annar aðilinn er með mun hærri tekjur en hinn. Greiðsla barnabóta miðast meðal annars við fjölskyldutekjur, en ekki einstaklingstekjur. Þar af leiðandi fá konur fá litlar barnabætur í kjölfar skilnaða og langan tíma tekur að komast inn í kerfið á þeirra forsendum, forsendur hennar og fyrrv maka ráða för. --- Svo nú vikunni frétti ég af grófu ofbeldissambandi í nágrenni við mig, ég trúði því fyrst ekki. Var nokkuð viss um að þar væri svæsin kjaftasaga á ferð enda stelpan bráðmyndaleg og vön að vera á milli tannanna á fólki. En í gær fékk ég að vita að kjaftasagan væri rétt og hún tekin aftur saman við ofbeldismanninn. Í því sambandi hafði lögreglan og nágrannar haft ítrekuð afskipti af fjölskyldunni, konan lifði í stöðugum ótta meðan þau voru skilin. Annað mál hefur einnig verið í gangi nálægt mér, ég veit ekki hvernig staðan er á því í dag. --- Í held að ofbeldismenn séu í raun snillingar í mannlegum samskiptum á ákveðinn hátt, þeir tala konurnar til og smám saman telja þeim trú um að ábyrgð ofbeldisins sé á þeirra hendi. Fjölskyldan og vinirnir bara eitthvað leiðinlegt fólk sem borgar sig ekkert að ræða of mikið við, smám saman minnka samskiptin við aðra en ofbeldismanninn. Konan verður einangruð. Ég ræddi þetta nokkuð við systur mína í gær og við vorum sammála um það að ef önnur okkar byggi við slíkar aðstæður og við vissum af því, myndum við ekki láta kyrrt liggja. Ég er nokkuð viss um að mamma okkar myndi taka okkur og börn okkar í burtu með valdi ef þörf krefði. En þetta eru flókin mál... og sorgleg.

miðvikudagur, október 11, 2006

Markaðsfræði

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig skilgreina eigi ýmsa þætti sem koma að markaðsfræði, sérstaklega þar sem skrifborðið mitt í vinnunni er alveg við viðskipta- og hagfræðideild. Núna þarf ég ekki lengur að spá, fékk fínar útskýringar á maili áðan... Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir: "Ég er frábær rúminu!" - Bein markaðsetning Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir: "Hún er frábær í rúminu!" - Auglýsing Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð símanúmerið hans og hringir í hann daginn eftir og segir: "Hæ, ég er frábær í rúminu!" - Símamarkaðsetning. Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín,labbar upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?" Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir: "Ó! á meðan ég man, ég er frábær í rúminu." - Almannatengsl. Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir: "Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." - Þekkt vörumerki. Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni. - Söluorðspor. Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. - Tækniaðstoð. Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun: "Ég er frábær í rúminu!" - Ruslpóstur. Loksins er markaðsfræði komin á mannamál...