þriðjudagur, janúar 30, 2007

Akureyri, Akureyri, Akureyri

Síðasta föstudag skellti ég mér norður til Völlu minnar, skvísan átti afmæli! Ég fór af stað strax eftir vinnu og lenti á Eyrinni rétt um tvöleytið. Valla tók á móti mér, við rúntuðum aðeins um bæinn og versluðum inn það sem vantaði fyrir stórveisluna um kvöldið. Svo var stefan tekin heim og Rannsan græjuð fyrir helgina og við Valla skunduðum svo af stað í "stelpustund" á snyrtistofu í bænum. Við sátum í pottinum með nokkrum öðrum skvísum og sötruðum bjór- þar var mikið hlegið! Stórveislan skall svo á um kvöldið. Þetta var eitt skemmtilegasta afmæli sem ég hef farið í. Ég þekkti mjög mjög fáa í upphafi kvöldsins en allir fengu meðal annars hlutverk sem þeir áttu að halda leyndu fram eftir kvöldi. Ég átti að segja tómatabrandara... ég kunni bara tvo. En margir fengu frábær hlutverk, einn saknaði Tótu gríðarlega við takmarkaða ánægju konu sinnar, annar fann lykt út um allt, enn annar skálaði fyrir afmælisbarninu í gríð og erg og enn annar tuðaði yfir því hversu óviðeigandi það væri opið inn í herbergið hennar Rannveigar.. ofl ofl ofl. Það var skylda að mæta með höfuðfat og margir lögðu þvílíkan metnaði í það, Anna Rósa vann keppnina meðal annars fyrir góða nýtingu á annars tilgangslausum hlut. En hún bjó sér til höfuðfat úr brauðkörfunni sem viðskiptavinir KB banka fengu í jólagjöf. Ég barðist grimmt við Fanneyju Dóru en hún bjó sér til kórónu úr sykurmolum, við deildum öðru sætinu saman. Reyndar fékk ég eitt atkvæði fyrir að hafa komið að sunnan svo það er ekki víst hversu sanngjarnt þetta var... ég var í rauninni í 3.sæti. Ég lærði að blanda mojito og drakk nokkra, breska heimsveldið var líka nokkuð gott og bjórinn var fínn. Við skelltum okkur svo í bæinn og á ball með Kristjáni Gísla og stórhljómsveit. Frábært kvöld. Kynntist frábæru fólki og skemmti mér konunglega :) --- Á laugardaginn var aftur skrall, ég kann ekki svoleiðis lengur :) ég skil ekki hvernig maður gat djammað báða dagana í helginni. En það var samt gaman, ég fór með Völlu, Önnu Rósu og fjölskyldunni hennar Völlu á þorrblót Eyjafjarðarsveitar. Þó svo að ég vissi lítið hverju væri verið að gera grín að þá hló ég máttlausa.. en ég hló sem aldrei fyrr þegar löggann stoppaði hana og vildi fá hana til að blása. Löggan taldi hana hafa gefið lélegast blódjobb sem hann hafði séð- að sjálfsögðu gat Vallan okkar ekki blásið því við hlógum eins og asnar allt í kringum hana! --- Sunnudagurinn var tekinn í leti og meiri leti. Kvöldið endaði reyndar í pirring sem ég nenni ekki að ræða :) Ég kom heim rétt til að mæta í vinnuna á mánudeginum og fór svo í foreldraviðtal. Skvísan mín er náttla fullkomin í skólanum, stendur sig rosalega vel og tekur miklum framförum í ákveðni og framkomu. --- Takk allir fyrir frábæra helgi. Valla mín- þúsund kossar og knús.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir meiriháttar skemmtilegt kvöld kérla mín! Þú ættir að kíkja hingað oftar! :)
Prumpið í pottinum var náttúrulega fáránlega fyndið... og pikköpplínan: hey, viltu pulsu?
Múhahaha... hlakka til að sjá myndirnar - my God!

Nafnlaus sagði...

ég er ennþá að jafna mig eftir helgina zzzzzzzzzz

takk æðislega fyrir að koma, þú ert nottlega laaaaang best!

Anna Rósa sagði...

Takk fyrir frábæra helgi! Assskoti mögnuð í alla staði :)

Sjáumst vonandi sem fyrst.

Nafnlaus sagði...

Eyrin klikkar ekki....