fimmtudagur, mars 29, 2007
Páfagaukaráðgjafi, Götusmiðjan og dautt hold
sunnudagur, mars 25, 2007
Ballerína og Blönduós
Svo mikil dúlla
En svo kom að því að minn hópur fór að dansa. Ég var mjög einbeitt allan tímann með tunguna út í kinn :)
Síðasta staðan
Eftir sýninguna fórum við öll saman á McÓðal og fengum okkur að borða og svo var bara kominn tími til að fara heim að sofa eftir góðan dag. Síðan hefur vikan bara verið ansi annasöm, Nonni fór af landinu á miðvikudag og ég fattaði ekki fyrr en þá að ég ætti eftir að redda "sækingu" fyrir Maríu hans daga. Mamma sótti hana fyrir mig svo það reddaðist, en við vorum ekki komnar heim fyrr en rúmlega átta báða dagana. Helgarfríið var því velþegið þegar það loks kom. Á föstudaginn var að sjálfsögðu pizza hjá Maju eins og venjulega, við sátum lengi frameftir hjá þeim eins og venjulega :)
Í gær var svo á planinu að fara í síðasta ballettímann en María nennti ekki. Svo fórum við í Hafnarfjörðinn. María var eftir hjá Begga og við Maja sóttum Martin og fórum með hann í fermingu til Ragnars Freys hennar Hildar frænku. Eftir ferminguna brunaði ég í bæinn og hitti nokkrar Blönduósskvísur, það rosa gaman. Mikið hlegið og haft gaman af. Við fengum okkur að borða á Vegamótum og sátum og spjölluðum. Takk fyrir frábært kvöld, verðum að gera þetta oftar! Við tókum nokkrar myndir því til sönnunar að við höfðum hisst
Kidda sem vinnur hjá Kaupþing í Reykjavík og er að læra viðskiptafræði á Bifröst með vinnunni og Helga er iðjuþjálfi á Blönduósi og sveitarstjórnarkona með meiru.
Svo er það Hugrún sem grunnskólakennari, tónlistarkennari og oraganisti og býr Skagaströnd. Svo er það hún Erla, við vorum saman í grunnskóla að 6.bekk og svo í háskóla en hún er uppeldis- og menntunarfræðingur eins og minns. Erla býr hvergi eins og er :) og ég er bara ég.
Mig er farið að þyrsta í páskafrí, það er samt svo mikið eftir að gera... ég á eftir að henda heilum kassa á bókum og greinum inn í EndNote. 5 verkefni bíða þess að verða unnin, 12 verkefni bíða yfirferðar og skila. Inn á milli þessa þarf ég að safna gögnum, taka viðtöl og fara í þátttökuathuganir... og þar allra leiðinlegasta - að afrita viðtölin og þátttökuathuganirnar. Auk þess þarf ég að lesa slatta og vinna en ég var að bæta við mig vinnu á skrifstofunni. Jafnréttisáætlun deildarinnar er þar í smíðum, bara skemmtilegt verkefni.
En ný vinnuvika byrjar ekki skemmtilega, kl. 8.30 í fyrrmálið á að taka síðasta endajaxlinn úr frúnni og þar sem tíminn er svona snemma þá verð ég að vera "edrú".. kvíður vel fyrir því. Svo allir leggist á bæn og hugsið til mín frá 8.30-9.30! Danke
Og svo bara í lokin...
Which Trainspotting Character Are You?