Sumarið var næstum því komið í morgun, ég fór illa klædd í vinnuna og taldi mér trú um að ég yrði að vinna í sól og hita í allan dag en... sólin er farin og var farin þegar ég var búin á skrifstofunni, svo núna er ég bara að vinna heima og engin sól úti. Mér finnst það bara nokkuð notalegt.
---
Ég hlakka pínu til sumarsins, það verður öðrvísi en öll önnur sumur undanfarið. Reyndar verður engin utanlandsferð :( en samt frí, sumarbústaður, útilegur, Þjóðhátið og ný vinna! Mér var boðin vinna áðan sem ég held að gæti verið mjög spennandi, hún er öðruvísi en allt sem ég hef nokkurn tímann gert en tengir mig samt vel við fötlunarfræðin og háskólaumhverfið sem mér finnst mjög svo spennandi. Þannig að í sumar verð ég á skrifstofunni, í þessu djobbi og svo í ritgerðinni on the side.
Best að halda áfram að vinna....