miðvikudagur, maí 30, 2007

Summer, work and etc..

Sumarið var næstum því komið í morgun, ég fór illa klædd í vinnuna og taldi mér trú um að ég yrði að vinna í sól og hita í allan dag en... sólin er farin og var farin þegar ég var búin á skrifstofunni, svo núna er ég bara að vinna heima og engin sól úti. Mér finnst það bara nokkuð notalegt.
---
Ég hlakka pínu til sumarsins, það verður öðrvísi en öll önnur sumur undanfarið. Reyndar verður engin utanlandsferð :( en samt frí, sumarbústaður, útilegur, Þjóðhátið og ný vinna! Mér var boðin vinna áðan sem ég held að gæti verið mjög spennandi, hún er öðruvísi en allt sem ég hef nokkurn tímann gert en tengir mig samt vel við fötlunarfræðin og háskólaumhverfið sem mér finnst mjög svo spennandi. Þannig að í sumar verð ég á skrifstofunni, í þessu djobbi og svo í ritgerðinni on the side.
Best að halda áfram að vinna....

þriðjudagur, maí 29, 2007

miðvikudagur, maí 23, 2007

Heit kókómjólk með rjóma

Done! ég er búin að skila önninni af mér sem nemendi og bara "smotterí" eftir til að skila af mér sem kennari. Vorönn 2007 sem sagt að verða búin, fimmta háskólaárið mitt að verða búið og bara eitt eftir. Ég verð að útskrifast í júní 2008 til að eiga möguleika á því að vera í síðasta hópnum sem útskrifast úr félagsvísindadeild áður en hinn nýji félagsvísindaskóli tekur við, eða hvað hann á að heita á íslensku - á enskunni School of social science. Þegar ég útskrifaðist með BA prófið var ég í fyrsta hópnum sem Kristín Ingólfs útskrifaði sem rektor, ég hefði samt frekar viljað vera í síðasta hópnum hans Páls Skúla eða fyrsta hópnum hans Jóns Torfa en það önnur ella. Mitt markmið hefur semsagt verið að útskrifast á tímamótum hvers konar :)
----
En ég á besta barnið í bransanum, ég hef sofið lítið undanfarið sökum anna og í dag var þreytan orðin heldur of mikil. Ég fór að sofa um þrjúleytið í nótt og vaknaði um sjö... ég var eins og zombie í vinnunni. Þegar við mæðgur komum heim í dag ætlaði hún að fara að lesa og ég geispaði, þá bauð hún mér að leggjast í rúmið sitt og hún ætlaði að lesa fyrir mig. Hún las fyrir mig Prinsessusögur, Helenu ballerínu og nokkrar blaðsíður af Fíusól á meðan ég dormaði í rúminu hennar í tæpa 2 klukkutíma - algjör lúxus. Í staðinn ætla ég að leggjast inn hjá henni á eftir og klóra henni á bakinu á meðan hún sofnar. Nokkuð góður díll finnst mér.
----
En allt annað Leiðin að titlinum ... talandi um kjánahroll. Í það minnsta lélegt uppfyllingarefni og allra síst keppninni til framdráttar.

sunnudagur, maí 20, 2007

Háskólinn Keilir

Iss piss, ég opnaði tölvupóstinn minn áðan og varð bara pirruð. Ég vildi óska að ég myndi nenna að búa á þessu svæði því og ætti meira eftir af skólanum en raunin er. Þarna uppfrá eru 100 íbúðir fyrir nemendur í HÍ, verðið á þeim er fáránlegt í það minnsta - eða bara ótrúlega hagstætt. Dýrasta íbúðin er á rúmlega 79 þús á mánuði en hún er með 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi, borðstofu og stofu. 3ja herbergja íbúð sem er 94 fm er á tæpan 50 þús kall. Ég er að borga talsvert meira fyrir 3ja herbergja 63 fm íbúð... reyndar á betri stað en I don´t care! Snilld að búa þarna uppfrá fyrir þá sem vilja :) Mæli með því að fólk skoði þetta www.keilir.net

föstudagur, maí 18, 2007

Helgarfrí!!

Það er alltaf svo næs tilfinning þegar það er föstudagur, þó svo að mín bíði verkefni um helgina þá er það samt næs.. bara næs að þurfa ekki að vakna í stressi á morgun til að gera og græja okkur mæðgur fyrir komandi dag. --- Við skelltum okkur í ísbúðina og fórum svo á róló eftir skóla í dag, þegar ég var búin með ísinn áttaði ég mig á því afhverju ég er ekki brún mjóna. Á rólóvellinum sat ein mamma á hlýrabol og í kvartbuxum, sötrandi vatn og með sólarolíuna í töskunni sem hún tók upp annað slagið og skvetti hressilega á andlitið. Ég hef bara aldrei komist upp á lagið með það að þamba vatn í tíma og ótíma og hvað þá að vera á hlýrabol með sólarolíuna í annarri loksins þegar smá sólarglæta lætur sjá sig. --- En mig langar samt alveg hriklega á þennan LR- Henning kúr sem tröllríður Barnalandi, mig langar miklu frekar í hann heldur en að borða hollt og hreyfa mig. En ég enda sennilega bara á því sama og venjulega, borða óhollt, hreyfi mig lítið og kaupi mér föt sem passa. Ég er bara alltof "góð" við sjálfa mig til að nenna að tuða í sjálfri mér yfir aukakílóum. Eins hallærislegt og það er þá hafði ég nú mikið fleiri komlpexa yfir aukakílóum þegar ég var 55 kg heldur en ég hef í dag... "nokkrum" kílóum þyngri. --- Þrátt fyrir hvíta húð og aukakíló þá stefni ég á að vera pæja í vinnunni á mánudaginn, Guðrún gaf mér nefnilega hárblásara í afmælisgjöf í dag! Hárblásarinn minn dó fyrir alllöngu síðan og ég hef bara ekki leyft mér að splæsa í annann, einhvern veginn hef ég alltaf komist af án þess að blása hárið mitt, ég lifi bara í afneitun og skelli hárinu í teygju- þá þarf engan blástur. En nú verður bót í máli - ég verð blown away! Svo er bara að fjárfesta í sléttujárni, ég er sennilega ein á jarðríki sem á ekki sléttujárn - eins og með blásarann þá hef ég bara fundið mér leiðir til að sleppa því að nota það :) --- Tilgangslaust blogg með dash af skemmtileg heitum eða hvað....

þriðjudagur, maí 15, 2007

Það sem ég hef lært síðustu daga

  • Það er ekkert leiðinlegt að keyra landshorna á milli ef maður hefur góða tónlist, syngur hátt og keyrir um á eðalkagga
  • Það er ekki sjálfsagt að smábörn viti ekki að maður heilsar ekki rollum með "hæ", þær eiga það til að stanga mann
  • Valla hefur "alið upp" víðsýna og klára krakka í MA
  • Það er hægt að halda stjórnarmeirihluta þótt maður fái minnihluta atkvæða í Alþingiskosningum
  • Það er heljarinnar heilapúl að skrifa kafladrög í MA ritgerð
  • Ég er komin langt á eftir áætlun varðandi skólann
  • Mín biður meiri og skemmtilegri vinna þegar ég hef lokið verkefnum annarinnar
  • Það er hægt að rífast á msn
  • Mig langar í frí

En annars er ég bara að læra þessa dagana, milli þess sem ég rökræði við kennara í FSu á moggablogginu mínu um fóstureyðingar Ég ætla að vera í fríi með Maríu á fimmtudaginn og gera eitthvað skemmtó með henni. Hún er orðin svo fullorðin að hún er komin með sitt eigið bókasafnskort! Eníveis, lifið í lukku en ekki í krukku

föstudagur, maí 04, 2007

Orðin fullorðin á flottum bíl

Jamms, ég er orðin 26 ára. Takk allir fyrir kveðjurnar! Svo er ég líka komin á flottasta bílinn í bænum, það er yndi að keyra hann og ljúft fyrir augað að horfa á hann. Ég fór í lærdómsferð í bústað um síðustu helgi og náði nú bara að afkasta nokkuð miklu og borða mjög mikið. Afrekskona á ferð þá helgina!
--
Annars á ég að vera að læra núna, er smá lægð með það... en á mánudaginn verð ég komin með fullt. LOFA. En svo er ég að reyna að gerast sérfræðingur í lögum um ríkisborgararétt, fullt hægt að lesa um þetta barnaland.is þar sem lögfróðir einstaklingar (og minna lögfróðir) rífast um fordæmisgildi og hvað eina. Eina sem ég veit er að mér finnst skítalykt af þessu öllu saman.
--
Svo er Akureyrin eftir viku.. og þá skulu öll verkefni verða búin *hóst*. Mig langar að kíkja aðeins í sauðburðinn á leiðinni í bæinn þar sem ég skýst á nýja kagganum norður en ég verð að vera búin með allt svo það sé hægt :(
--
Sjáum til, ég nenni engu eins og er. Ég tók á móti fyndnasta umslagi ever í vinnunni í dag... ég stakk upp á því að við tækjum upp samskonar umslög en því var hafnað. Farin aftur í letina.