fimmtudagur, júlí 05, 2007

Ofurbloggarinn!

Það er naumast hvað ég er aktívur bloggari! Við mæðgur skelltum okkur í vikufrí í sumarbústað með Maju, Önnu Maríu og Ottó Má í lok júní. Við nutum þess í botn að hafa það kósý og að lifa letilífi. Mamma var hjá okkur tvær nætur og Valla og Rannveig komu þrjár nætur. Takk fyrir komuna :) --- María fór í útilegu með pabba sínum svo ég var barnlaus alla helgina og að sjálfsögðu nýtti ég mér það í botn. Ég var á hinu heimilinu mínu í Hafnarfirði fram á kvöld á föstudeginum, skellti mér svo til Guðrúnar enn seinna um kvöldið og var frameftir. Við Guðrún rifum okkur svo á bæjarrölt og kíktum á útsölurnar á laugardeginum. Um kvöldið skelltum við okkur í afmæli hjá vinum Guðrúnar á Dillon. Kvöldið er eitt stórt "blast from the past", ótrúlega skemmtilegt kvöld. --- Sunnudeginum eyddum við Guðrún í garðinum á Hressó með sólina, teppi og gashitara til að hafa það kósý. Svo á mánudaginn byrjaði vinnuvikan aftur eftir fríið, sólin hefur soðið mig nokkuð vel í gegnum gluggann- kaffið helst meira að segja heitt lengi! Ég var ekkert smá ánægð þegar ég sá að sólin skein ennþá í dag þegar ég fór af skrifstofunni um eittleytið í dag. Ég elska sólina! --- Ein vika eftir í vinnu og svo aftur frí í tvær vikur! Later

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já mér finnst þú aldeilis öflugur bloggari! Takk æðislega fyrir síðustu helgi, þetta var svo skemmtilegt - alveg eins og í gamla daga :) Enda var laugardagskvöldið svo sem eftir því!!

Nafnlaus sagði...

Jaeja ofurbloggari.. ég var meira ad segja haett ad kíkja inná síduna!!!!

Vantar svo ad heyra í tér.. u know what;);)

Reyndu ad koma á msn brádum..

Lov u miss u
Tín Sunny

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá nýtt blogg frá þér gellsí, ég átti nú reyndar von á að sjá eikkað meira krassandi, það er nebbla alveg feikna gott útsýni af nýju svölunum mínum...:D:D

Ásdís Ýr sagði...

@Guðrún - laugardagskvöldið var náttúrlega bara snilld og helgin var frábær í alla staði

@Sunny Bunny - þín bíður ritgerð á msn

@Anna Rut- hahahaaha ég er einmitt búin að reyna að fylgjast með ykkur hahhaha ... en líst þér ekki bara vel á útsýnið??

Nafnlaus sagði...

Jú mér líst vel á útsýnið, það lofar góðu:D:D

Nafnlaus sagði...

útsýni... bíddu hvad er eiginlega ad gerast tarna á stúdentagordunum?????? Vil ég vita tad????

Heyrdu beibi.. sendu mér adressuna tína svo ég geti sent tér póstkort!!!!!!!!

Tú faerd póstkort um leid og ég fae ritgerd!!!!! ;);)

Lov u endalaust og missssssss u
Tin Sunny Funny i Peru tar sem ad tad er 30 stiga hiti og soooooooollllllllll sol, svo haettid ad monta ykkur islendingar :)

Ásdís Ýr sagði...

@Sunny Bunny - ég rétt missti af þér á msn áðan ohhh

Það er sko allt að gerast á Görðunum.. Anna Rut er komin með útsýni á mínar svalir :)

Þú færð ritgerð á maili ef þú hefur ekki fengið hana offline á msn. Miss u to endlaust!

Nafnlaus sagði...

nú fer ég ad heimta blogg frú ofurbloggari.. en saetti mig svosem vid smá update á maili eda msn ;)

lov u, miss u!

Nafnlaus sagði...

HEY!!!! hvar ertu???????????

miss u

Nafnlaus sagði...

Hey, kom on sko! Það eru komnir meiri en 2 mánuðir síðan síðast. Þetta er ekki svo erfitt. Meira að segja ÉG næ að henda inn nokkrum færlsum á bloggið og barnalandið;)

Áfram gakk stelpa.