sunnudagur, nóvember 11, 2007

Quick and accurate?

Róleg - ég vil bara hafa þá nákvæma en ekki snögga :) Það er meira hvað sumir geta alltaf verið dónalegir í hugsun! --- En mig vantar einhvern til að afrita fyrir mig viðtöl svo ég eigi þess kost að útskrifast í júní 2008. Skipulagið mitt er ekki alveg að ganga upp: prófa- og verkefnatörn til 17.des, hálskirtlataka 18.des og 2-3 vikur þar á eftir í slapperí, jólin og svo Tenerife 5.-23.janúar. Í mars þarf ég að vera tilbúin með ritgerðina mína fyrir innanhúslestur og lagfæringar. --- Miðað við óbreytt ástand þá gengur þetta ekki upp. Ef ég klára alla gagnasöfnun fyrir jól og get byrjað að greina um jólin (í veikindafríinu) þá er séns að ég verði tilbúin með drög að ritgerð í mars. Þannig að ég er búin að ákveða að fá hjálp við þetta :) Ef þið vitið um einhvern sem er hraðvirkur og mjög vandvirkur sem er til í að afrita ca 8 - 10 viðtöl næstu tvo mánuði fyrir smá pening endilega látið mig vita. --- Fyrir ykkur sem súpið hveljur og fáið martraðir um sinaskeiðabólgu þá ætla ég að benda ykkur á að maður er mikið fjótari að afrita beint með því að sleppa AR. Ég er ekki nema 3-4 tíma með eitt viðtal ef ég er ekki að skrifa AR á sama tíma, svo eru græjurnar orðnar svo góðar núna að á tækniöld eru engar kasettur heldur hljóðskrár í tölvunni og fótstig við tölvuna. --- Er ég ekki að selja þetta einhverjum hérna? --- Ps. Kynningin gekk alveg glimrandi vel :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heyrðu af hverju ertu að auglýsa þetta hérna, ég er hálf móðguð að þú skulir ekki bara tala beint við frú pikkólínu! Ég er afskaplega vön, vandvirk og snögg að pikka ;) skal gera þetta fyrir þig fyrir eitt orð (ef það er tækinlega framkvæmanlegt!)
kyss kyss

Ásdís Ýr sagði...

Ég hélt bara að þú hefðir nóg að gera sæta mín :) takk kærlega fyrir, þú bjargar mér alveg margfalt

kossar og knús yfir heiðina