mánudagur, febrúar 18, 2008

Hvers á maður að gjalda!

Ohhh ég er svo reið og pirruð núna. Fyrir tveimur vikum fékk ég að vita að dóttir mín fengi að finna verulega að finna fyrir því að vera hún. Bekkjarbróðir hennar leggur það í vana sinn að hrækja á hana, sparka í hana og kalla hana öllum illum nöfnum. Frá því ég fékk að vita þetta hef ég spurt hana daglega hvort eitthvað hafi gerst í skólanum þann daginn, í viku gerðist ekkert og ég var mjög ánægð. Ég hélt að aðgerðir mínar hefðu jafnvel skilað árangri en svo var ekki.... --- Í dag þegar við vorum að borða spurði hún mig hvort hún þyrfti nokkuð að fara í skólann. Það hefur gerst frekar oft undanfarið að hún vill ekki fara í skólann sem er í raun skiljanlegt miðað við það sem hefur gengið á. Núna áðan þegar ég var að lesa fyrir hana sagði hún mér allt í einu upp úr þurru að hann hefði tekið hana hálstaki og slegið hana utan undir í frímínútum í dag! --- Hvað á maður að gera í svona málum? Ég er bara ráðalaus. Ég get ekki hætt að vinna og vaktað fjárans drenginn en ég vildi óska að svo væri, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég stæði hann að verki. Ég er bara svo reið, ég er reið út í strákinn, ég er reið út í foreldra hans, ég er reið út skólann og ég er bara reið. Hún er bara 6 ára og vill ekki fara í skólann!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Ásdís mín!!! þetta er svakalegt að heyra !!!! ég bara skil vel að þú sért reið nú er bara að herja á skólan að taka á þessum dreng og láta foreldrana taka á honum líka þetta á ekki að líðast hún á að geta farið í skólan án þess að vera hrædd eða verða fyrir áreiti!!! þú veist hvar ég er ef það er eitthvað sem ég get gert þó það sé bara að hlusta
kv
gsm

Helga Björg sagði...

Hæhæ

Þetta er ömurlegt og ég kannast við þetta.... en það er ekki svona alvarlegt!

Mér finnst að kennarinn eigi að kalla foreldra á fund ásamt barninu og reyna að koma einhverju viti í hausinn á þeim! Það á ekkert að gefast upp fyrr en þetta er hætt!

Svona mál eru oft svo viðkvæm og auðvitað er verst þegar foreldrar þeirra barna sem svona gera vilja ekki viðurkenna vandann og þá er auðvitað ekkert tekið á þessum málum!

Það er ekki eðlilegt og ekki gott að barn í 6 ára bekk vilji ekki fara í skólann! Þetta á að vera gaman og spennandi... ekki kvöl og pína!!

ARG... ég varð svo reið þegar ég las þessa færslu.....

Knús á ykkur!! :) Alveg í kaf!!

Helga Björg sagði...

Hæhæ

Þetta er ömurlegt og ég kannast við þetta.... en það er ekki svona alvarlegt!

Mér finnst að kennarinn eigi að kalla foreldra á fund ásamt barninu og reyna að koma einhverju viti í hausinn á þeim! Það á ekkert að gefast upp fyrr en þetta er hætt!

Svona mál eru oft svo viðkvæm og auðvitað er verst þegar foreldrar þeirra barna sem svona gera vilja ekki viðurkenna vandann og þá er auðvitað ekkert tekið á þessum málum!

Það er ekki eðlilegt og ekki gott að barn í 6 ára bekk vilji ekki fara í skólann! Þetta á að vera gaman og spennandi... ekki kvöl og pína!!

ARG... ég varð svo reið þegar ég las þessa færslu.....

Knús á ykkur!! :) Alveg í kaf!!

Nafnlaus sagði...

Guð minn góður segi ég nú bara, skólinn á að taka á þessu máli strax... ég lenti í því að Arnar vildi ekki fara í skólann fyrir áramótin af því að tónlistakennarinn hans var svo leiðinlegur og hann sagði syni mínum bara að þegja.... !!! Arnar var á endanum tekin úr þessum tíma því þetta var "spes kennari" .... en núna vill hann fara í skólann þótt hann sé í sérkennslu í staðinn fyrir tónmennt og það segir mikið...
kv. Kidda

Nafnlaus sagði...

Úff ég skil þig vel að vera reið og brjáluð!
Alveg ótrúlegt að barn skuli haga sér svona, eiginlega sorglegt. Maður fer að hugsa hvernig uppeldið og heimilishaldið sé í gangi heima hjá þér því börnin fæðast ekki grimm.
Vonandi fer skólinn nú að taka á þessu, alveg agalegt að hún sé hrædd að fara í skólann litla snúllan.
Knús og koss á ykkur báðar!
Guðrún

Nafnlaus sagði...

Heima hjá þeim á þetta auðvitað að vera... frekar glötuð innsláttarvilla!!

Rokkarinn sagði...

Þú þarft að tala við kennarann, skólastjórann og námsráðgjafann. Skólinn á að vera með úrlausnarteymi (nemendaverndarráð) sem á að bregðast við þessu. Ef þetta er Olweusarskóli að þá eru til skref í því kerfi til þess að taka á þessu. Það er líka alltaf hægt að hafa samband beint við foreldrana en við vitum það bæði að ef einhver leyfir sér að haga sér svona þá er eitthvað mikið að... ekki það að það hjálpi dóttur þinni... en oft er svona pakk erfitt viðureignar og það er bara að gefast ekki upp.

Rokkarinn sagði...

Sel það ekki dýrara en ég keypti það... en sagan segir að sonur Sverris Tattús hafi lent í einelti af hálfu skólafélaga. Sverrir komst að þessu og fylgdist með þegar skóla lauk. Elti svo strákinn heim og þegar hann var farinn inn þá bankaði hann. Guttinn kom til dyra og þá spurði Sverrir um pabba hans sem kom um hæl. Þá tók Sverrir sig til og rotaði pabbann og sagði svo við strákinn að ef hann hætti ekki að leggja son hans í einelti þá væri mamma hans næst!
Það er líka alltaf hægt að fara þessa leiðina... :þ