laugardagur, febrúar 23, 2008
Laugardagur með múttu, mataræði, þriðji lyfseðillinn og allt hitt
Eins og alla jafna annan hvern laugardag bíðum við mæðgur spenntar eftir Spaugstofunni og Laugardaglögunum. Sú yngri fylgist vel með öllum lögunum og fær að kjósa uppáhaldslagið sitt. Sú eldri fylgist með og lánar símann fyrir kosninguna. Til að toppa kvöldið reynum við að búa til partýstemmara með nammi til að narta í... ég er óðum að ná upp öllum kílóunum sem ég missti vegna kirtlatökunnar :( Kannski ekki skrítið miðað við mataræðið, ég sukka þvílíkt þessa dagana en ég afsaka það með því að segja mér að það sé svo tómlegt hjá mér núna (ég er svo dugleg að finna afsakanir sem henta hverju sinni)
---
Annars ætlar vesenið út af þessum blessuðu hálskirtlum engan endi að taka. Ég fór í aðgerðina 18.des, 5. janúar kom í ljós að ég var komin með sýkingu í sárið og í gær kom í ljós að ég er komin með sýkingu í bragðlaukana svo að ég fór og leysti út þriðja lyfseðilinn vegna þessarar blessuðu aðgerðar.
---
En að öllu alvarlegri málum, takk fyrir öll kommentin við síðustu færslu. Ég vona að þetta sé loksins að komast í réttan farveg. Þið sem standið mér næst fáið að frétta af því, mér finnst algjör óþarfi að fara út í smáatriði hér á netinu - ég þurfti bara rétt að pústa um daginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ hæ skvís :) En hvað það var sláandi að lesa fyrri færsluna, ég get rétt svo ýmindað mér hvernig þér líður!!! Ég vona að einhver taki þennan strák og siði drenginn til!! En rétt er... ef ekki skólinn né foreldrarnir, hver þá?? úffff mar bara fær í hjartað :( En annars vildi ég líka þakka þér fyrir kommentið hjá mér... það hjálpar alltaf að vera minntur á að svona líður manni bara fyrst um sinn og svo líður það hjá :D knús á ykkur mæðgur. Kær kveðja Anna Dögg.
Skrifa ummæli