föstudagur, febrúar 08, 2008

Löngu komin heim, brúnkan öll að fara og vinnan komin á fullt.... Tenerife var æði, bara yndislegur tími með yndislegasta fólkinu mínu. Án gríns þá held ég að þetta hafi verið besta ferðin okkur þangað. Við lágum í sólbaði, borðuðum, borðuðum, lágum í sólbaði, sátum í sólbaði, versluðum og skoðuðum dýr og landslag. Hótelið var frábært - kakkalakka og mauraárásir náðu ekki að skemma neitt fyrir :)
---
Síðan við komum heim hef ég mest verið í vinnunni - kemur á óvart? Það eru miklar breytingar í vændum og brautskráning á næsta leyti svo það er yfirdrifið nóg að gera á þeim bænum. Guðrún og Gunni buðu okkur á sleða um síðustu helgi svo við skelltum okkur þangað í skítakulda en skemmtum okkur alveg frábærlega. Ég held ég hafi aldrei verið eins vel klædd enda fann ég ekki fyrir kuldanum nema í andlitinu þegar við fórum á móti vindi. Veðrið var eins og best verður á kosið, heiðskírt og sól með smá golu.
---
Næst á dagskrá hjá mér er að dempa mér í ritgerðina og fá styrki til að klára hana. Ég er svo hrædd við þennan pappír eitthvað núna, ég er svo hrædd um að hún verði hökkuð í spað að ég þori varla að klára hana. En ég verð...
---
Annars er hún elskulega dóttir mín alveg að brillera þessa dagana, hún var hjá pabba sínum um síðustu helgi og bað hann um að útvega sér bjöllu svo hún gæti hringt þegar hana vantaði þjónustu frá honum - hún vill fá service! En svo þegar barnið var búið að rústa íbúðinni hjá gamla og átti að ganga frá þá stóð ekki á svari... hún býr ekki þarna og þá þarf hún ekki að taka til :) Við fórum með hana í síðustu viku í myndatöku hjá Gamanmyndum og hún gjörsamlega átti staðinn, þvílíku pósurnar hjá barninu. Myndirnar fara í póst á morgun svo þær ættu að koma í hús eftir helgi - ég get ekki beðið eftir því að sjá þær.
---
Eníveis, tilgangslaust blogg en ég er á lífi!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahah... Biðja um bjöllu, algjör prímadonna:D:D

Og hvað geta þessir pabbar gert annað en að stjana við þessar prinsessur sínar, ég meina þeir eiga nú bara eina;)

En blessuð vertu þú átt eftir að rúlla ritgerðinni upp, ekki spurning;)

En hvað segiru eigum við að vera samferða í leikhúsið á morgun?;) Ekkert smá fyndin tilviljun:D

Nafnlaus sagði...

Algjör primadonna sko en ég er sammála þér, þeir eiga bara þessar einu prinsessu!

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim aftur, gott að þið höfðuð það gott!
Þú rúllar ritgerðinni upp, hef 100% trú á þér skvís....

Gangi þér vel :-)

Nafnlaus sagði...

hehehe litla skvízan er ekkert nema yndi :) Hefði verið gaman að sjá svipinn á Thorarensen þegar hún bað um bjölluna!
Ég fer að senda þér einn bút í viðbót í púsluspilið, hefur lítið komist að annað en húsakauperíið síðustu daga en horfir til bóta ;)

Nafnlaus sagði...

Góðan... bjalla!!! Hún er snillingur þessi dama! HLakka til að sjá myndirnar úr Gamanmyndum. Daman þín er svo flott og fín að ég efast ekki um að hún fái flottustu myndirnar.


Hættu svo þessu bulli- ritgerðin bítur ekki. VIð erum búnar að fara í gegnum þeitta. BA ritgerðin beit ekki og þessi ekki heldur!

Nafnlaus sagði...

Já hún er nú meiri drottningin sú litla - hvaðan ætli hún hafi þessa eiginleika ;)

Vonandi er gubbupestin svo að skána!!