Í dag er sunnudagur, crazy vinnuvika að baki og önnur crazy að banka upp á. Ég held ég hafi sjaldan verið eins þreytt eins og á föstudagskvöldið þegar ég hlunkaðist til Maju að passa, ég svaf á mínu græna alla nóttina og eins og góðri barnapíu sæmir vaknaði ég ekki við börnin um morguninn heldur svaf til hádegis... Ég fór þá heim og sofnaði aftur.
Guðrún bauð okkur Sunny í Eurógrill í gærkvöldi, kvöldið var rosalega fínt í alla staði en ég komst aldrei í partýgírinn - þetta var bara eitt af þessum kvöldum. Ég var bara ógeðslega þreytt og fór snemma heim. Ég svaf í pörtum fram undir morgun, og lagði mig svo aftur seinni partinn - það er svo gott að sofa þegar maður er freyttur skratti.
Ég verð svo eiðarlaus á sunnudagskvöldum - ég skil þetta ekki. Mig langar að Vallan mín búi hérna í húsinu og komi með mér á kaffihús og ræði helstu málefnin eins og í den... bara einn bolli - það var næs. Ohh mig langar á kaffihús núna.
---
En hvernig líst ykkur annars á þessa mynd af mér og Nonna í útskriftinni minni í október 2005??? Við skulum hafa það á hreinu að ég er bara 24 ára þarna.... Af hverju sagði enginn neitt? Ég er hræðileg á þessum myndum