mánudagur, júní 23, 2008

Ó já...

Jæja, það er ástæða fyrir því að ég er/var þunn, þreytt og hölt í gær. Á föstudagsmorgun skundaði ég norður á Akureyrina, ferðin gekk nokkuð vel og ég keyrði í geggjuðu veðri alla leiðina með Super Mama Djumbo í botni.
---
Föstudagurinn fór í undirbúning fyrir partý aldarinnar, Valla og Addi gengu í það allra heilagasta í apríl og héldu upp á það á laugardaginn. Ofurkonurnar, ég og Valla, fóru snemma í háttinn með nýplokkaðar augabrúnir. Fyrri partur laugardagsins fór svo í að klára undirbúninginn, Chile salatið sló í geng - ótrúlega gott með grillmatnum.
---
Kl 17.00 - Fyrstu gestir mæta á svæðið. Ásdís er enn að taka sig til.
kl. 17.30 - Fleiri gestir mæta. Ásdís brunar út í búð að kaupa innlegg í skóna hjá henni og Völlu
kl. 18.00 - Skálað í fyrsta freyðivínsglasinu, stuttu seinna í glasi nr. 2 og aðeins seinna í glasi nr. 3
kl. 18.30 - Matur - engin steinselja varð eftir í tönnum
kl. 19.00-22.30 - Unnið hörðum höndum að því að tapa sjarmanum. Skemmtilegar ræður og skemmtatriði, mikið hlegið og sungið.
kl. 22.36 - Sjarminn farinn. Friðrik hellir yfir Ásdís rauðvíni. Ásdís skiptir um skyrtu. Haldið áfram að syngja
kl. 03.00 - Rölt af stað í bæinn, farið á Karolínu. Ásdísi langaði að dansa. Hringdi í Önnu Rósu, Önnu Beggu, 118 og eitthvað nr sem hún þekkir ekki.
kl. 03.31 - Ásdís fer af Karolínu og hitti fyrrv einnar úr vinahópnum. Hann elskaði hana víst alveg rosalega mikið. Ásdís þurfti að flýta sér á Kaffi Ak áður en það lokaði. Hljóp berfætt.
kl. 03.38 - Ásdís komin á Kaffi Ak. og dansar með Önnu Beggu og Önnu Rósu, fékk heimboð frá einum 21 árs - afþakkaði það.
kl. 03.45 - Ásdís varð pirruð
kl. 04.00 - Ásdís ætlar með Önnu Beggu á barinn, týndi henni á leiðinni. Fór samt á barinn. Ljósin voru kveikt. Hitti Sæsa, fór aftur á barinn.
kl. 04.15 - Ásdís fór á Hlölla
kl. 04.30 - Ásdís leggur af stað heim í Vanabyggðina, berfætt. Deyr úr hlátri í Skátagilinu.
kl. 05.00 - 05.30 - Ásdís farin að nálagast Vanabyggðina, tapaði sér í símanum - hringdi út um allt.
kl. 05.32 - Ásdís leggst til hvílu í öllu nema skónum
kl. 09.30 - Ásdís vaknar að kafna úr hita. Fer í stofuna, úr lopapeysunni og heldur áfram að sofa.
---
Ótrúlega skemmtilegt kvöld og frábær helgi, heimferðin var erfið - ég ætla ekki að reyna að ljúga. Ég stoppaði á Öxnadalsheiðinni, í Varmahlíð, á Blönduósi, í Víðidalnum, í Staðarskála og í Borgarnesi. Mikið hlegið - mikið sungið. Ég elska Akureyri - það er alltaf svo gaman þar

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bahahhaha KLUKKUTÍMA á leiðinni heim? Tekur vanalega 10 mínútur! Hvurslags leið hefur þú eiginlega farið kona ;)

þetta var bara snilld! Sérstaklega sjónin sem mætti okkur Adda þegar við komum heim á sunnudagsmorguninn!

Ásdís Ýr sagði...

Elskan mín - ég gekk alla vega fram hjá Samkaupum á leiðinni heim. Mér var svo mikið í mun að fara í ÞESSA átt .....

hahhaha ég vissi ekki hvort ég átti að hlægja eða gráta þegar þið komuð heim, þetta var náttla bara snilld.

Nafnlaus sagði...

Elsku fyrrverandi :) þú ert nú ekkert að yngjast (frekar en ég) EN að afþakka boð frá einum 21!!! Mikið áttu eftir að naga þig í handarbökin þegar þú verður "aðeins" eldri og ENGINN 21 býður þér heim :) hahahahahahahahahahaha

Nafnlaus sagði...

Gamli minn :) Það er ástæða fyrir því að þú eldist hraðar en ég hahahha

21 árs... gaurinn gargaði nánast á mig, 27 ár VÁ! eins og ég væri gömul kerling - og svo hefur maðurinn náttúrulega takmarkaða reynslu, ég nenni engri prufukeyrslu á ónotuðum bíl