... var fyrsta spurningin sem ég fékk þegar ég settist með tölvuna og vinnudótið mitt á Hressó nú í morgun. Mér er spurn, lít ég út fyrir að vera voðalega útlensk? Kauða vantaði að vita landsnúmerið fyrir Ísland og taldi víst að ég vissi það ekki fyrst ég væri íslensk.... Hann er sjálfur Íslendingur.
---
Ég prufaði að vera 3ja barna móðir um helgina, ég var í Hafnarfirðinum með Maríu, Önnu og Ottó. Ég fór aðeins í búð á sunnudaginn og fékk pössun fyrir börnin, ég hreinlega nennti ekki að smala öllum í bílinn og fara á milli verslana með þau. Ég tek ofan af fyrir þeim mæðrum sem geta átt 3 börn, haldið sómasamlegt heimili og litið þokkalega út. Ég var eins og drusla og átti fullt í fangi með að halda heimilinu sæmilegu. Þau eru samt svo mikil yndi öll saman, eins og systkini - flott systkini.
---
Við mægður kíktum svo í Hafnarfjörðinn í gær og tókum þátt í smá hátíðarhöldum þar, reyndar lögðum við bílnum á kolvitlausum stað svo meirihlutinn af deginum fór í labb. Þreyttar lappir lögðu sig svo í gærkvöldi með Maríu, við horfðum aðeins á imbann saman en barnið er alveg húkkt á "Age of Love" - skilur reyndar ekkert út á hvað hann gengur en vill alltaf horfa á hann með ástsjúku móðurinni.
---
Annars er snúllan mín að fara til pabba síns á föstudag og kemur ekki aftur til mín fyrr en 2.júlí. Mér finnst það ansi langur tími en hún á eftir að skemmta sér vel, þau hafa líka gott af því að vera saman lengur en 4 daga í einu. Hún verður á leikjanámskeiði í næstu viku svo það kemur í hans verkahring að græja hana fyrir það. Ég er ekki hrifin af svona "pabbahelgarpartýum" og við Nonni höfum lagt áherslu á að hún kynnist daglegu lífi hjá okkur báðum þó hún geri nú fleiri skemmtilegri hluti með honum heldur en með mér. En ég á samt eftir að sakna hennar alveg þvílíkt mikið.
---
Nóg af tuði, Akureyrin á föstudag - ég bara elska Akureyrina og fólkið mitt þar. Partý aldarinnar verður svo á laugardaginn þar sem ég verð salatmeistarinn - smátt skorið!
3 ummæli:
Ohhh var búin að gleyma því að þú værir að fara á Akureyrina um helgina, ætlaði svo að plata þig á djamm...heheh;)
En góða skemmtun á Akureyri sæta, það klikkar nú aldrei:D
Er nú farin aðh áhyggjur af þessari ást þinni á Akureyri. Er ansi hrædd um að missa þig þangað..buhuhuhu
Akureyrin rokkar - það er alltaf svo gaman á Akureyrinni. Ég elska fólkið mitt þar... aldrei að vita nema ég fari þangað fyrir fullt og allt einn daginn. Ekki strax samt...
Hildur mín, þá er það bara rúntur - fokking langferðabíll
Skrifa ummæli