fimmtudagur, janúar 08, 2009

Fjarlægðin gerir fjöllin blá...

... sagði eitthvað gáfumennið. Úr nýju stofunni "minni" hef ég gríðarlega gott útsýni yfir Reykjavíkina og upp á Skaga ef þannig liggur á. Á leiðinni í vinnuna í morgun virti ég fyrir mér útsýnið á meðan ég keyrði niður brekkuna og áttaði mig á því hvað Reykjavík er gríðarlega falleg borg, sérstaklega vestasti hlutinn..
---
Eggertsgatan var kvödd með trega á sunnudagkvöld. Búslóðin var flutt á tvo staði, hluti fór í geymslu og annar hluti fór með mér í "sveitina" eða úthverfið eins og mér finnst betra að kalla þennan stað ;) Þvílíkt og annað eins magn af dóti hefur sjaldan sést á heimili mægðna sem taldi aðeins 68 fm - flutningabílinn var einn, og burðarmenn/konur og hjálparkokkar voru 10 þegar mest lét. Ferðirnar á flutningabílnum voru tvær og klukkutímarnir við burðinn voru rúmlega þrír.
---
Síðustu daga hef ég verið að venjast því að vakna upp á nóttunni til að koma mér og Maríu af stað í skóla og vinnu. Eftir vinnu hefur tekið við þrotlaus vinna að koma fyrir dóti, Ólafsgeislinn er ekki enn farinn að minna á heimili enda er draslið þvílíkt sem fylgdi okkur Maríu. Sveitapjöllan ég er samt orðin ansi kræf í fatamálum - ég er búin að setja til hliðar heilan haug af fötum en samt bara búin að fara í gegnum ca helminginn af klæðum okkar mæðgna. Aðeins föt í "stöðugri" notkun fá skápapláss - hinn fara til vandalausra og vandamanna.
---
Það er merkilega erfitt að koma tveimur einstaklingum fyrir í einu herbergi ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ágætis útsýni yfir Selfoss líka....