sunnudagur, mars 22, 2009

Lífið og tilveran..

Tvær vikur án bloggs er langur tími.. mig hefur oft langað að blogga undanfarið en um hvað? Vitur maður sagði mér bara að blogga um lífið og tilveruna... Lífið er skemmtilegt og tilveran sömuleiðis.
---
Síðan ég bloggaði síðast hef ég heimsótt Akureyri, Egilsstaði og Ísafjörð. Á Akureyri hitti ég Völluna mína, sötraði hvítt, borðaði gott pasta og sötraði smá kaffi yfir löngu tímabæru spjalli. Daginn eftir kynnti ég Félagsvísindasvið með aðstoð tveggja laganema - gekk bara nokk vel. Þaðan fórum við á Egilsstaði, tókum eina hæð á hótelinu og fengum nettan valkvíða yfir matseðlinum á hótelinu - skyldi það verða lamb eða fiskur... daginn eftir var skólinn aftur kynntur fyrir Austfirðingum.
---
Svo kom helgin, á sunnudeginum ætlaði ég til Ísafjarðar - en eins og oft þegar ég er á ferðinni undanfarið.. þá var ófært. Titrandi af reiði fékk ég far með fyrstu vél á mánudag, kynnti skólann og sjálfa mig með fínasta laganema mér við hlið. 
---
Svo kom aftur helgi, á föstudag var árshátíðin - laganeminn var kynntur fyrir samstarfsfólki, stóð sig með prýði. Laugardagur var letidagur. Sunnudagur var fjölskyldudagur með laganemanum og mínu uppáhaldsfólki - gekk líka nokk vel :) 

Engin ummæli: