Einu sinni var alltaf hægt að treysta á það að ég bloggaði á sunnudagskvöldum og stundum á fimmtudögum - undanfarið hef ég bara bloggið minna en ekki neitt. Reyndar hafa bloggfærslunar alveg orðið til í huganum undanfarið en einhvern veginn hefur enginn þeirra komist í birtingu - sumar hafa bara verið saveaðar sem draft :)
----
Ég er búin að gera ótrúlega margt síðan síðast. Við María skelltum undir okkur Subaru og brunuðum vestur á Ísafjörð um hvítasunnuhelgina, María vildi ekki fara heim og óskaði eftir því að næst yrðum við í mánuð! Við nutum þess í botn að vera hjá góðu fólki og slógumst um athygli frá Leifi :) Helsta afrek þeirrar ferðar var þó aksturinn yfir Hestakleifina. Á vesturleið ákvað ég að keyra fyrir Reykjanesið, það var svo sem fínt - sól og malbik að stórum hluta eftir rigningu og drullu í langan tíma. Á leiðinni heim horfði ég upp á blessað fjallið og svitnaði, mig langaði að stytta mér leið og fara yfir. Ekki nema sex ökutæki tóku framúr mér og fóru af stað upp fjallið, ég stoppaði út í kanti - fór út úr bílnum og úr jakkanum, svalaði nikótínþörfinni og hélt af stað upp fjallið. Ég talaði ekki mikið við Maríuhænuna mína sem hlustaði á Drekasögur á repeat heldur var munnurinn lokaður, augun á veginum (passaði að horfa ekki niður) og hendur á stýri (tíu mínútur í tvö staðan). Ég komst upp án þess að svitna mikið. Þegar upp var komið stoppaði ég og hleypti umferðinni framúr mér. Að komast upp fjallið var bara smotterí miðað við að komast niður - ekki einu sinni hálfur sigur! Þegar vegurinn fór að halla aftur niður í næsta fjörð var bíll settur í beinskiptingu og ég juðaði honum niður á 20 km hraða. Ég svitnaði og svitnaði en hafði það niður á endanum. Ég rétti hendina aftur og bað Maríu um að gefa mér High five, hún spurði bara afhverju og fannst lítið til koma um þetta afrek móður sinnar. Mamman var aftur á móti að rifna úr stolti :)
---
Þegar við komum í bæinn tók við þetta venjulega, vinna og skóli. Ég fór í vinnuferð til Stokkhólms þar sem ég fékk langtímalækningu á utanlandasýkinni sem ég hef haft. Við funduðum alla daga en seinni part dags gátum við gengið aðeins um og skoðað - ég hlýddi Sigurbjörgu að sjálfsögðu og fór að skoða Vasasafnið.. geðððveikt. Á meðan ég var úti kláraði skottan mín skólann sinn með glæsibrag að sjálfsögðu, hún fékk A í öllu og les 228 atkvæði á mínútu - um jólin las hún 170 atkvæði. Stolta mamman varð pínu meyr að vera ekki á staðnum á þessum tímamótum hjá skvísunni en never again :)
---
Það styttist óðum í sumarfríið mitt - tvær vinnuvikur eftir og frúin komin í frí í 4 vikur. Bara kát með það - ég hlakka svo til að vera með skvísunni minni og gera allt og ekkert. Fara í bíltúr af því bara. Það myndi svo ekki skemma fyrir ef Leibbinn minn verður eitthvað á þurru landi á þessum tíma svo við mæðgur getum barist um athygli frá honum. Ég vildi óska að hann væri að vinna skrifstofuvinnu í REYKJAVIK í sumar :) Ég sakna hans ótrúlega mikið ...
---
Eníveis, ég bíð spennt eftir milljónunum sem ætla að skríða inn um gluggann hjá mér eina nóttina - þangað til kúri ég í kjallaranum í foreldrahúsum :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli