----
Ég er samt ekki komin í neitt jólaskap, ekki fyrir fimmaura - jólaskapið minnkar einhvern veginn með árunum held ég. Ég hlakka ekki til jólanna neitt sérstaklega nema þá bara samverunnar með fjölskyldu og vinum. Ég á eftir að sakna systu og mömmu mikið. Jólin 1999 var ég úti á Flórída og grét af heimþrá á aðfangskvöld, þar var allt svo öðruvísi - maturinn var ekki fyrr en kl 21 um kvöldið og lítil jólastemming. Jólin 2006 fór Maja til Tenerife á undan okkur mömmu, það voru með lélegri jólum - góður tími fór í símtal á milli Spánar og Íslands á aðfangadagskvöld. Jólin í ár verða samt góð, ég er alveg viss um það - en þau verða öðruvísi.
----
María er hefur litlar skoðanir á því hvað hana langar að fá í jólagjöf, þegar ég spurði hana yfir kvöldmatnum sagðist hún vilja fá Íslandsbanka ef ég myndi gefa Leif einkaþotu og þyrlu - sem er engin hætta á svo ég er nokkuð lost hvað ég á að gefa henni.
----
Enveis, stutt í að ástarpungurinn minn láti sjá sig í jólafrí ... 5 vikur eru allt í einu orðnar að örfáum dögum.
2 ummæli:
Jólaknús til þín. Er farin að sakna þín! Getum við tekið kaffi bráðum?
Hildur Halla
hæhó, þar sem ég er hætt á facebook þá vildi ég gjarnan fá eitt og eitt blogg hingað inn.
kveðjur,
Vanabyggðarfrúin
Skrifa ummæli