Ég reyni og það gengur hægt.. mjög hægt að tengjast aftur blessaðri ritgerðinni. Frá því ég opnaði fileinn aftur hef ég lesið nýjar greinar og nýjar bækur - safnað í sarpinn til að update fræðilega hlutann var sem svo gott sem tilbúinn 2008. Síðasta vika hefur farið í að greina gögnin mín, gekk hægt í fyrstu.. ég var smá tíma að setja mig inn í greiningaraðferðirnar aftur. Einföld þemagreinining hefði svo sem verið fín en mig langar að fara dýpka, túlka dýpra og spá meira.
-----
Einn kosturinn við það að hafa verið 5 ár að skrifa MA ritgerð er þroskinn sem fylgir með - ég hef þroskast mikið á þessum árum og pælingarnar hafa náð lengra. Ég hugsa að ég hefði klárað á sínum tíma hefði þetta orðið hrátt og eingöngu spilað á reynslu strákanna minna, mig langar að fara dýpra núna og meira í heimspekina - hver á réttinn til náms? Hver hefur valdið? og síðast en ekki síst, hvað er réttur til náms?
----
Einn ókosturinn hins vegar að vera svona lengi er að á sama tíma og ég er að skrifa er grunnskólalögum breytt og vegamikil breyting leyfi til að reka úr skóla ótímabundið - sem var ekki í eldri lögum. Ég þarf því að endurskoða gögnin mín og við greininguna hef ég áttað mig á að ég þarf að fara amk aftur á tvo staði og taka ný viðtöl. Ég giska á að ég eigi eftir að taka 8 viðtöl til að geta lokað þessu, ca 4-5 við unglinga og rest við barnavernd, mrn og borgina.
-----
Annars sakna ég þess að hafa ekki haft áhuga á meiri heimspeki menntunar á sínum tíma, ég vil kenna leiðinlega heimspekikennaranum í Borgó um það - ég skildi ekki tilganginn í því að læra heimspeki og fannst fátt leiðinlegra. Heimspekin er samt sem áður ótrúlega merkilegt og skemmtileg ef maður leggur sig fram við að skilja hana og tengja hana við raunveruleikann.
----
Eníveis, næstu mánuðina ætla ég að pústa um ritgerðina mína - keep posted!