---
Ég ákvað að taka mér frí í vinnu í dag fyrir ritgerðina og ætlaði að vinna daginn í dag af mér með því að vinna í gær, vinnan í gær átti að taka stuttan tíma og þegar ég fór í gær átti ég bara smotterí eftir til að klára vinnudaginn í dag. Ég ákvað því að mæta í morgun rétt aðeins til að klára verkin fyrir helgina og vera fram að hádegi í allra mesta lagi en þegar klukkan var orðin 11 og ég ekki byrjuð á því eina sem ég ætlaði að gera var nokkuð ljóst að ég myndi ekki fara heim í hádeginu - einhver veginn flæktust öll hin verkin fyrir mér og gekk út úr vinnunni rúmlega þrjú.
---
Þá var planið að bruna heim og byrja að afrita eins og enginn væri morgundagurinn. Afritunin hefur ekki gengið "sem skildi" ...
1 ummæli:
afritun er allra meina bót.
valla
Skrifa ummæli