---
Viðtalið gekk vel og ég brunaði aftur upp í skóla að hitta leiðbeinandann minn. Við skunduðum svo út í Þjóðminjasafn og funduðum þar. Ótrúlega ljúft og gott. Eftir fundinn skundaði ég heim og byrjaði að afrita, dauði og djöfull það. En við ræddum að sjálfsögðu um heima og geima og ég fékk mjög svo góða hugmynd við afritunina, ég hugsa að eitt þemað hjá mér verði mismunandi skilningur stjórnsýslustiga - hljómar spennó, æ nó :)
---
Næsti leiðbeinandafundur er á fimmtudag og þá er eins gott að vera komin með eitthvað bitastætt handa. Eina sem böggar mig núna er að halda mig við rannsóknarspurningar, mig langar svo mikið meira að vera út um allt og alls staðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli