---
Annars er allverulega farið að styttast í að vinnurútínan hefjist að fullu aftur sem þýðir að spýta verður ansi fast í alla lófa til að ná þessari blessun í prentun á réttum tíma. En miðað við planið sem ég lagði upp með í dag þá getur þetta alveg gengið bara þokkalega. Hanna fær kafladrög á miðvikudag eftir viku og þá eru bara 2 - 3 kafladrög eftir (aðeins eftir því hvernig efnið liggur). Smotteríslagfæringar og þá er þetta búið - smotterís verður reyndar alltaf mikið á endanum en ég ætla að hugsa það sem smotterís.
---
Ég þoli samt ekki þegar verslunarmannahelgin er búin og veturinn nálgast, ég kvíði vetrinum pínkupons. Ég veit ekki hvort að ákvarðanirnar sem ég tók í vor voru þær réttu - ég reyni að finna Pollyönnu og komast í gegnum þetta - amk í vetur. Ef til vill átti ég bara að standa við það sem ég ákvað en ég gerði það ekki svo að ég þarf að bíta í það súra ... Ég hef þó alla vega skemmtilegu lotunar í HA til að rífa upp stemmarann!
---
Pælið samt í því hvað það verður sweet þegar október bankar upp á, 5 ár frá því ég kláraði BA og engin MA ritgerð lengur hangandi aftan á manni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli