Valhnetutré - Ástríða 21.04-30.04 & 24.10-11.11
___________________________________
Manneskjan stendur föst á sínu og er erfitt að skilja því hún er mjög mótsagnakennd. Hún er oft sjálfhverf og gefur ekki eftir, en á móti kemur að hún er bæði göfuglynd og víðsýn.Það er erfitt að segja til um viðbrögð hennar. Manneskjan er hvatvís og hefur mikinn metnað. Hún er snjöll, en erfið og ósveigjanleg í samskiptum. Hún er mjög afbrýðisöm og ástríðufull. Margir dást að henni, en hún er langt frá því að vera allra.
____________________________________________________
Jæja, er þetta ég eða hvað... Látið mig vita :)
____________________________________________________
Kalt mat: Stundum hugsa ég bara um sjálfa mig, stundum bara um aðra. Nonni segir stundum að ég sé erfið og sumir vilja meina að ég sé þver. Ég er stundum hryllilega hvatvís. Ég hef metnað en stundum týni ég honum og á erfitt með að finna hann. Afbrýðisöm... haha, stundum alltof. Ég hef ekki orðið vör við dásemdir annarra á mér, en ef maður er nú hreinskilinn við sjálfan sig þá var ég nú allra í denn en ekki í dag!