þriðjudagur, júlí 12, 2005
Frábær helgi!
Það er nú ekki seinna vænna en á þriðjudegi að segja svona rétt frá helginni, hún var bara frábær. Unglingurinn minn fékk að fara í ferðalag með vinkonu sinni, henni Rannveigu, föstudaginn norður í Skagafjörð.
Við Mosóstelpurnar fórum svo í sumarbústað, enda var Sunnefa nýkomin heim í bili :) Maður verður að nýta tímann vel þegar skvísan er á landinu því hún er vön að fara jafn skjótt og hún kemur heim :)
Ég fór upp í Mosó að sækja Kollu, saman fórum við svo í Bónus að versla inn fyrir alla í matinn. Bónusferðin var fróðleg í það minnsta, tja við eigum alla vega ekki eyðibýli. Þegar við komum út í bíl héldum við að við værum alveg á síðasta séns.... ekki alveg. Fannslan hringdi þegar við vorum rétt skriðnar úr Mosó, hún var að bíða eftir farinu sínu og var reyndar búin að bíða frekar lengi.... Við Kolla settum bara í fluggírinn og hentum okkur austur í Öndverðarnes, þegar þangað var komið splæsti Kolla símtali á Höllu til að fá að vita hvar bústaðurinn væri, Halla var nú frekar hissa að við værum komnar því hún var enn heima hjá Ernu. Við vorum sem sagt fyrstar!
Við létum samt ekkert deigan síga, við skelltum volgum öllara í okkur og svo komu stelpurnar og þá var farið að hella í sig. Við Guðrún sáum svo um grillið í Grillhúsi Einars, algjör snilld nema hvað að Guðrún fékk vott af reykeitrun. Maturinn var svaka góður en svo var bara haldið áfram drykkju og farið í pottinn. Umræðuefnið í pottinum var að sjálfsögðu kynlíf, hvað annað?
Sem betur fer var engin þvinnka á laugardeginum enda kláruðu flestir áfengisbirgðirnar ansi snemma, eða svo héldum við alla vega. Reyndar var slatti í kælinum úti í geymslu. Þegar við vorum svo búnar að þrífa og borða var haldið af stað í bæinn.
Þar sem kallinn minn var að vinna eins og stundum áður kíkti ég aðeins á hann. Planið okkar var að fara út að borða, í fyrsta skipti í langan langan tíma. Við fórum á Caruso, maturinn minn var nú ekkert spes, aðeins og kaldur og bragðlaus fyrir minn smekk. Svo kíktum við í bíó, á Mr. & Mrs. Smith, jeminn hvað hún var góð! Svo lá leiðin heim í videó. Við skemmtum okkur alveg konunglega saman, það er mjög langt síðan það var svona gaman hjá okkur :)
Þá er þetta komið....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gaman að skulið hafa átt rómó helgi sílin mín :) Það var líka rosa gaman hjá okkur, takk fyrir lánið á stelpuskottinu!
Það er nú ekki seinna vænna, svona um miðjan ágúst að fara að segja frá sumrinu!!!!!
Skrifa ummæli