Frú Ásdís afskiptasama fékk áfall í morgun! Ég, nývöknuð og úrill, gekk fram á gang með mína yndislegu dóttir :) Þegar ég var að fara í skóna heyrði ég að barni var hent fram á gang með þvílíkum látum á hæðinni fyrir neðan. Barnið grét ansi sárt, mér datt helst í hug að barnið hefði meitt sig all svakalega og reyndi að kíkja niður um handriðið en ég sá ekki neitt. Ég dró því dóttir mína á eftir mér niður á 2.hæð, þar sé ég litla stelpu sem er á 5.ári hágrátandi, hangandi á hurðinni heima hjá sér að biðja mömmu sína um að opna. Mér blöskraði svo að ég gekk til stelpunnar og bað hana um að hætta að sparka í hurðina, sem hún gerði. Því næst bankaði ég á hurðina, til dyranna kom stúlka sem ég þekki :( eða þekkti :)
---
Ég spurði þessa svokölluðu móðir hvað gengi eiginlega á, hún svaraði mér að hún yrði að gera þetta við hana. Ég sagði að hún yrði ekki að gera þetta og ef hún ætti í vandræðum með uppeldi barna sinna þá væru til dæmis námskeið í boði fyrir hana. Hún hreytti í mig að það kostaði peninga, ég sagði henni að ódýrasta námskeiðið kostaði nú bara 3.000 kall hjá heilsugæslunni fyrir háskólanema. Skvísan var í mjög dýrum gallabuxum! Ég sagði þá við hana að þetta væri nú framtíð barnsins hennar þá sagði hún að maður þyrfti að hafa tíma, ég sagði bara við hana aftur að hún væri að tala um framtíð barnsins og gekk í burtu.
---
Svo segir María við mig, þetta var XXXXX XXXXX á leikskólanum. Barnið er nýtt á deildinni hennar Maríu... Ég finn ekkert smá til með þessu barni, ég viðurkenni alveg fúslega að ég er ekki fullkominn uppaldandi en þetta myndi ég aldrei gera mínu barni og hef ég nú verið sökuð um að halda heraga á mínu heimili, sem er reyndar langt frá því að vera rétt.
Ef þú höndar ekki samskipti við 5 ára barn, hvernig getur þú þá höndlað samskipti við 15 ára ungling? Ef þú byrjar á því í æsku barnsins að brjóta það niður hvað færðu annað í hendurnar en niðurbrotinn unglinginn. Agi og ástúð geta og eiga að fara saman, ekki niðurlæging.
----
Það sem líka kom mér á óvart, eða ekki, er að þessi stelpa átti mjög erfiða æsku sjálf. Það er alveg hellingur í mínu uppeldi sem ég er ekki sátt við og vill ekki taka upp heima hjá mér, við eigum að vera gagnrýnin á eigið uppeldi en ekki bara gera eins og við upplifðum. Ef við erum óörugg þá eigum við að leita okkur aðstoðar, í bókum, á námskeiðum, hjá fagaðilum og svo framvegis. Uppeldisfærni er ekki eðlislæg, það er fátt til eins alvarlegt og slæmt uppeldi.