sunnudagur, október 02, 2005

Rómantíkin vék fyrir önnum :(

Já, við ákváðum að fara seinna út að borða... kannski þegar það róast eitthvað hjá okkur. Inga tók Maríu fyrir okkur eftir hádegið á morgun þannig að ég gat farið að læra, ég lærði fram yfir kvöldmat og afrekaði frekar mikið. Nonni kom heim með skottuna um níuleytið, ég sakna hennar svo mikið þessa dagana og hún lætur mig sko alveg finna fyrir því að ég sé ekki mikið með henni, óþekk með eindæmum!
Í gær náði ég sem sagt að klára ritgerðarhlutann sem ég átti að skila fyrir hópavinnuna, á bara eftir að laga smá hnökra. Svo vann ég í lagakaflanum og ég er komin alveg til ársins 1991, bara 14 ár eftir og 84 búin. Ég næ alveg að klára hann fyrir yfirlestur á morgun. Mamma tók Maríu fyrir mig áðan og Nonni sækir hana svo þegar hann er búinn að vinna, en ég verð eitthvað fram á kvöld.
Ég gat gert mikið meira núna um helgina en ég bjóst við, en ég er mjög mikið að hugsa um þær fórnir sem maður þarf að færa sem foreldri í námi. Ég veit vel að þetta er bara tímabundið ástand en getur maður unnið það upp seinna? Sá tími sem ég á með Maríu er því miður ekkert sérstakur þessa dagana þar sem hún er eins og ég sagði áðan með eindæmum óþekk og ég með eindæmum óþolinmóð. Ég reyni eins og ég get að setja mig í hennar spor og róa mig án þess þó að slaka á reglum. Greyið litla vildi ekki fara í pössun áðan, hún vildi bara vera heima með mér. Henni var alveg sama hvert hún væri að fara en hún vildi bara vera heima hjá mér, punktur!
Ég reyndi að útskýra fyrir henni að við þyrftum öll að hjálpast að við þetta, eins vel og hægt er fyrir 4ára barni. Þá sagði hún að hún óskaði þess að ég væri ekki í skóla, þá gætum við alltaf verið saman. Ég veit af eigin reynslu hvernig það er að eiga upptekna foreldra og ég vil ekki að snúllan mín kynnist því líka of vel. Þess vegna er ég í námi, til að geta unnið á heilbrigðum tímum en samt gefið henni gott líf.
Þessi tími kemur aldrei aftur, ég er samt ekki tilbúin að fórna mínu námi, en þetta er bara tímabil. 23.október verð ég búin að útskrifast og þá hef ég vonandi meiri tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með henni, ég var einmitt að pæla í því áðan að við höfum ekki farið í sund eða fjöruferð í háa herrans tíð.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það sést nú bara best á þessu barni að það er vel hugsað um hana..held þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur, eins og þú segir, þetta er tímabundið ástand, hang in there! En þetta er auðvitað ömurlegt meðan á því stendur, been there...

Ásdís Ýr sagði...

Takk Valla mín :) ég er bara eitthvað svo æi þú veist þessa dagana.