mánudagur, október 31, 2005

Stanslaust stuð á Fróni

Ég hélt upp á útskriftina mína á laugardaginn, við vorum með smá rétti og smá áfengi... 60 lítra af bjór, 18 lítra af hvítvíni, 1 Baccardi flösku og 20 Breezera. Varla dropi var eftir svo að ég held að það sé nokkuð ljóst að þorstinn sækir að fólki svona með fyrsta kuldakastinu :) ---
Bara svona smá update af kvöldinu... Elín, Danni og Hildur komu og hjálpuðu okkur við að græja salinn. Ég mæli eindregið með Elínu og Danna við borðskreytingar, þau skreyttu allt glimrandi vel, takk kærlega fyrir :) Glimmerið fór reyndar á veislugesti í lok kvöldsins. Svo komu gestirnir, nánast allir sem ætluðu að koma komu, alveg frábær mæting. Svo var setið fram eftir nóttu, sötrað áfengi og nartað í matinn. Kolla og Homero tóku snilldartakta á "dansgólfinu" þegar Kolla náði yfirráðum á græjunum :) María Helen fékk óvænt en glaðlegt brjóstanudd og Siggi hélt skemmtilega ræðu um alþjóðlegu og flóknu fjölskylduna.
---
Kvöldið var einstaklega vel heppnað, en það hefði ekki verið svona nema fyrir ykkur öll sem komuð, takk fyrir mig! Sunnefa mín, það hefði sko verið gaman að hafa þig líka, takk fyrir kveðjuna *kiss kiss*.
---
Ég er búin að setja inn myndaalbúm af kvöldinu, hérna til hægri. Ef einhver kann að setja inn video þá má hann endilega láta mig vita :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig! Þetta var alveg frábært hjá þér í alla staði :)

Nafnlaus sagði...

ohhh ég vildi svoo að ég hefði komist. Var alveg við það að skella mér bara en veðrið setti strik í reikninginn... sé á myndunum að þetta hefur aldeilis verið skemmtilegt :)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir okkur þetta var æði gæði!!

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir okkur skötuhjúin, við skemmtum okkur svakalega vel!

Nafnlaus sagði...

Vildi að ég hefði verið með... Er samt glöð að þið tókuð eftir því að mig vantaði :)
Love u.