þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Das Framtíð

Framtíðin er alveg svakalega mikið að brjótast um í mér núna. Ég er eiginlega komin með óeðlilega mikla leið á skólanum :( ég geri allt með hálfri hendi og þarf að berja mig áfram til að gera hlutina. Ég veit að þetta gengur ekki ef ég ætla að ná einhverjum árangri í þessu blessaða námi.
---
Svo að ég er búin að ákveða... ég ætla að minnka við mig í skólann, taka kannski bara 10 einingar á vorönninni og finna mér skemmtilega vinnu með þar sem námið mitt nýtist mér. Ég var jafnvel að hugsa um stuðningsfulltrúa í grunn- eða framhaldskóla en ég veit ekki, við komum ekki heim fyrr en 12.janúar og þá eru náttla allir skólar byrjaðir. Svo langar mig svo bara beint á toppinn... alltaf sama græðgin í mér :)
---
Núna er bara að klára þessa önn og svo njóta lífsins á Tenerife yfir jól og áramót. Af því ég er búin að vera svo löt þá er nú margt sem ég á eftir að gera áður en ég fer í prófin... 3 verkefni og yfirferð á verkefnum.
---
Alla vega þangað til, lifið heil

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ hvað ég væri nú til í að fara með þér til Tenerife, frekar leiðinlegt í þessari endalausu dimmu hérna...
Annars skil ég þig nú alveg að vera komin með smá skólaleiða, held það sé sniðugt hjá þér að taka því bara rólega á næstu önn.
Svo sjáum við bara til hvernig það gengur hjá þér - ætli að þú farir ekki bara í stúdentapólitíkina á fullu!!