sunnudagur, apríl 09, 2006

Verkefni, árshátíð, leikskólnn og leti dauðans

Ég, Hildur og Kolla erum að gera verkefni sem gengur ekkert alltof vel... eiginlega gengur mér bara ekki neitt. Ég hef engan grunn í þessu og mér finnst þetta eiginlega ekki skemmtilegt- þegar maður er latur eins og ég er þessa dagana þá verður maður ennþá latari þegar maður er að gera eitthvað sem er ekki skemmtilegt :) --- Ég skellti mér annars á árshátið Háskólans í gær. Maturinn var klikkað góður: Skelfiskur, túnfiskfille, lambafille og súkkulaðikaka. Algjör draumur. Hundur í óskilum var með skemmtiatriði, þvílíku snillingarnir. Þeir hafa það víst að markmiði að taka leiðinleg lög og gera þau að einhverju öðru. Hljóðfærin þeirra eru blokkflauta, kassagítar, kassagítar með rafmagnstæki, selló, hárblásari, banjo og svona ástralskt frumbyggjablásturshlóðfærði... Þeir sungu Rabbabara Rúna á ástralska vísu með blástursgræjunni, færðu Hotel California upp á íslenska vísu, Sesseljubúð, og spiluðu undir á banjo. Final Countdown sungu þeir eins og Gipsy Kings hefðu gert ef þeir hefðu spilað það og margt margt fleira- ég nánast grét allan tímann meðan þeir voru á sviðinu. --- Sigurður J. Grétarsson sálfræðiprófessor hélt hátíðarræðu, þvílíki húmoristinn. Greyið fékk sjokk þegar hann áttaði sig á því að Háskóli Íslands væri ekki bestur í heimi og það væri stefnan að koma honum í hóp 100 bestu... Hann var með mjög útpæld ráð við því, eins og að sameinast MR, hætta að tala um skandala og tala bara um rannsóknir og fá Nóbelsverðlaunahafa til að sitja námskeið í HÍ- en fyrir það fá stig á Sjanghæ kvarðanum. --- En allt annað mál, þar hef ég ekki sýnt letina mína! FS ætlar að yfirtaka rekstur leikskólans Leikgarðs. Samkomulag var víst undirritað 1992 um að það væri hægt en nú á að keyra þetta í gegn, án samráðs við nokkurn nánast. Alla vega ekki foreldra eða starfsfólk. Leikskólinn á að verða smábarnaleikskóli því það vantar víst dagvistunarúrræði fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 2 ára. Getur vel verið svo, en loka á leikskólanum Efri Hlíð til að þetta verði að veruleika en hann er einmitt fyrir 24 börn á þessum aldri??? --- Ég er svo reið yfir þessu, ég treysti ekki Félagsstofnun stúdenta fyrir að rekstri leikskóla dóttir minnar. Þeir stóðu sig alla vega ekki þar sem hún var áður. Af hverju ætti ég að treysta þeim núna? Við foreldrar barna á leikskólanum erum sett á milli steins og sleggju. FS hefur boðið öllum starfsmönnum leikskólans að halda áfram ef að yfirtökunni verður, eða þegar, en það er ekki svo auðvelt. Flestir hafa sagst ætla að hætta. Ég sendi fyrirspurn til FS varðandi málið og þar kom skýrt fram að þeir ætla ekki að hafa mikið fyrir því að halda í það fólk sem fyrir er, þeir ætla að auglýsa stöðurnar og ráða nýtt fólk. --- Ég talaði við deildarstjórann hennar Maríu um þetta mál og hún mældi með því að ég skoðaði Landakotsskóla fyrir hana, hún væri alveg týpan í skóla en ætti mjög erfitt með að skipta um leikskóla. Svo er líka annað, ég gerði dvalarsamning við Reykjavíkurborg en ekki Félagsstofnun stúdenta um leikskóladvöl dóttir minnar. Má borgin bara afhenda næsta manni minn saming og láta hann sjá um framkvæmd hans án þess að ræða nokkuð við mig? --- Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að FS myndi hætta við, það er víst það eina í stöðunni núna. Engin getur sagt neitt, ekki Menntasvið, ekki foreldrar og ekki starfsfólk. FS ætlar sér að yfirtaka reksturinn.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hundar í skilum vorum einmitt líka á Árshátíð Símans , þvílíku snillingarnir!! :)

Nafnlaus sagði...

Afhverju fórst þú ekki útí stjórnmálafræði eða eitthvað í þeim dúr;);)
Þú ert fullkomin tuðari og skemmtilegur slíkur híhíhíhí, gaman að þú skemmtir þér vel og gleðilega páska

Ásdís Ýr sagði...

Hvað meinarðu Erla?? Stjórnmálafræði er ábyggilega ógeðslega skemmtilegt fag :)

Stundum er bara nauðsynlegt að tuða

Nafnlaus sagði...

Hey, láttu ekki svona. Núna loks þegar ritgerðin er næstum búin þá er hún bara stórskemmtileg- ekki satt?

Neihei...

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir boðið um yfirlestur, á eflaust eftir að hafa samband;)

Nafnlaus sagði...

Já og gleðilega páska!