laugardagur, júní 17, 2006

17.júní.. ein í Odda að vinna :(

Hæ hó jibbí jey það er kominn 17.júní.... Núna sit ég upp á 3. hæð við skrifborðið mitt í Odda að reyna að vinna. Það er ansi erfitt á svona dögum, mig langaði miklu frekar að skottast um í bænum með prinsessunni minni, kaupa sleikjó, candy floss og svoleiðis fjör. En hún er með pabba sínum núna. Reyndar er sennilega mjög gaman hjá henni, þau fóru og sóttu Önnu Maríu og fóru svo öll saman í skrúðgöngu í Hafnarfirði með Ingu og co.
Ég reyni að hugga mig við það að ég fæ góðan tíma með henni í sumarfríinu, reyndar ætla ég að reyna í næstu viku að vinna meira heima á kvöldin og sækja hana þá klukkan 16 í staðinn fyrir 17 á leikskólann. Þá fáum við smá tíma til að gera eitthvað skemmtilegt, ég var að spá í því um daginn að ég hef ekki farið með henni í neinn einasta hjólatúr síðan hún fékk nýja hjólið- við sem vorum alltaf úti að hjóla í fyrrasumar, reyndar held ég að veðrið spili þar inn í líka en tímaleysi líka.
Hún verður komin í sumarfrí eftir 3 vikur, þá fer hún sennilega í viku með pabba sínum í sumarbústað en fyrstu helgina í sumarfríinu ætlar hún að vera með mér í útilegu. Sigrún er að koma heim með strákana og við frænkurnar ætlum að hittast í útilegu allar saman. Um verslunarmannahelgina bíst ég svo við því að fara með hana á Ísafjörð og í einhverja ferð yfir í Jökulfirði þar sem snædd verður kjötsúpa- mamma og Siggi fóru í fyrra og fannst rosalega gaman. Það er líka svo langt síðan ég hef komið á Ísafjörð, keyrði þar í gegn um páskana 2000 í tómu tjóni en ég held að ég hafi ekki komið þangað að neinu viti síðan Jóhanna varð stúdent. Þá keyrði ég vestur með Dóru og Óla í Yarisnum hennar Dóru :)
Iss, það er svo langt síðan ég hef bloggð að ég gleymi að segja ykkur fréttirnar- ég komst inn í diplomanámið í náms-og starfsráðgjöf- námið sem mér og fleirum var svo skemmtilega hafnað inngöngu í fyrra. Þannig að vorið 2009 ætla ég að útskrifast með diploma í náms- og starfsráðgjöf sem veitir mér starfsréttindi á því sviði og með MA gráðu í Fötlunarfræði. MA námið ætla ég reyndar að klára árið áður, en útskrifast úr því saman. Fá smá egobúst að útskrifast með tvær gráður í einu :)
Annars er bara ekkert að frétta þannig séð, ég bíð spennt eftir því að sjá hvort spádómur Spákonunnar rætist- segi ykkur nánar frá því seinna ef það rætist. Á eftir að spjalla við eina góða konu áður... Valla mín, ég hringi þegar þú ert orðin hress eftir stúdentsafmælið! Annars bara over and out

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það vantar ekki dugnaðinn í þig kona! villtu ekki skella þér á eitt stykki gráðu í viðbót fyrst þú ert að þessu?
ohhh já hvað það verður annars gaman hjá ykkur mæðgum þegar þið farið í sumarfrí!! Það er svo gaman að fara með grallarana út úr bænum.
En hrikalega er ég forvitin með þetta spákonudæmi. varstu hjá klingeberg?

Ásdís Ýr sagði...

Það kom spákona hérna á bloggið um daginn. Ég fór ekkert til neinnar spákonu- ég held að spákonan heiti í daglegu tali Sunnefa :) hún kommentaði á síðustu færslu undir spákonan...

Nafnlaus sagði...

og spáin mun rætast... góða ferð elskan!

Nafnlaus sagði...

I say briefly: Best! Useful information. Good job guys.
»

Nafnlaus sagði...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»

Nafnlaus sagði...

Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»